Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Blaðsíða 19
Umhverfismál
hinna ólífrænu, sem hnötturinn okkar hefir safnað frá örófi alda. Hraði og
umfang þeirrar sóunar hefir tekið á sig mynd snjóbolta, sem veltur niður
brattan skafl.
Félagslegt einkenni þessa tímabils hefir verið þungur straumur fólks úr
sveitum í borgir. Ekki einasta hafa risið upp þessi ómennsku fyrirbæri:
Risastórborgir nútíma iðnaðarþjóðfélags, heldur hefir og gerð og eðli sam-
félagsins tekið myndbreytingu. Hún er í sem einföldustum dráttum þessi:
Bændasamfélag fyrri alda var eins og „lokað kerfi“. Þrátt fyrir mikla at-
höfn, einkenndist það af litlum eða nær engum aðflutningi á orku eða fram-
leiðslutækjum og tiltölulega litlum útflutningi. Menn og dýr lifðu mest-
megnis á því, sem búið framleiddi og úrgangsefnin hurfu aftur til jarðar-
innar, sem notaði þau á ný í uppbyggingu. Hér átti sér stað nýting náttúr-
unnar, en ekki sóun hennar. Þannig gat lífið og athöfnin haldið áfram enda-
laust, án þess lífkerfið hreyttist.
Nútíma borgarsamfélag er fullkomin andstæða. Flutt er að ógrynni orku,
framleiðslutækja og varnings. Þessir miklu aðdrættir hafa í för með sér
hliðstæðan útflutning af vörum og úrgangsefnum. Þarna höfum við „opið
kerfi“. í slíku kerfi hefir maðurinn slitið sig út úr samhengi tímans og sóar
auðlindum, sem ekki endurnýjast, en jörðin hefir birgt sig upp af á milljón-
um ára, og skilur næstu kynslóðum eftir árgangsefni, sem gera tvennt: Hrúg-
ast upp sem föst efni á landi eða streyma til lofts og lagar sem lofttegundir
eða fljótandi efni og valda því, sem nefnt hefir verið mengun. Nær engin úr-
gangsefni iðnaðarsamfélagsins komast inn í eðlilega hringrás lífkerfisins á
jörðinni. Er plastið gott dæmi þar um.
Enda þótt þetta munstur sé fyrst og fremst einkennandi fyrir úrvinnslu-
greinar borgarsamfélagsins, eru frumframleiðslugreinar nútímaþjóðfélags
að síga niður í sama farveg. Þær eru líka farnar að sóa náttúrunni í veruleg-
um mæli og skilja frá sér mengunarvalda í formi úrgangsefna.
Við stöndum nú á því stigi hér á jörðinni, að sjálfhelda er framundan.
Skýrust mynd hefur verið dregin upp af því í skýrslu, sem samin var á vegum
Tækniháskólans í Massachusetts, MIT, frægasta tækniháskóla í heimi. En fá
plögg, sem út hafa verið gefin í seinni tíð, hafa vakið aðra eins athygli, né
heldur dregið upp svo dökka mynd. Sú mynd minnir helzt á fornar sagnir um
Ragnarök.
Engin af þeim orkulindum, sem iðnaðarsamfélagið hefir byggzt upp af
hingað til, er ótæmandi. Kol og olía eru takmörkuð og úrgangur, sem bein-
línis stafar af notkun heggja þessara efna sem orkugjafa, er óleysanlegt
9