Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Side 19

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Side 19
Umhverfismál hinna ólífrænu, sem hnötturinn okkar hefir safnað frá örófi alda. Hraði og umfang þeirrar sóunar hefir tekið á sig mynd snjóbolta, sem veltur niður brattan skafl. Félagslegt einkenni þessa tímabils hefir verið þungur straumur fólks úr sveitum í borgir. Ekki einasta hafa risið upp þessi ómennsku fyrirbæri: Risastórborgir nútíma iðnaðarþjóðfélags, heldur hefir og gerð og eðli sam- félagsins tekið myndbreytingu. Hún er í sem einföldustum dráttum þessi: Bændasamfélag fyrri alda var eins og „lokað kerfi“. Þrátt fyrir mikla at- höfn, einkenndist það af litlum eða nær engum aðflutningi á orku eða fram- leiðslutækjum og tiltölulega litlum útflutningi. Menn og dýr lifðu mest- megnis á því, sem búið framleiddi og úrgangsefnin hurfu aftur til jarðar- innar, sem notaði þau á ný í uppbyggingu. Hér átti sér stað nýting náttúr- unnar, en ekki sóun hennar. Þannig gat lífið og athöfnin haldið áfram enda- laust, án þess lífkerfið hreyttist. Nútíma borgarsamfélag er fullkomin andstæða. Flutt er að ógrynni orku, framleiðslutækja og varnings. Þessir miklu aðdrættir hafa í för með sér hliðstæðan útflutning af vörum og úrgangsefnum. Þarna höfum við „opið kerfi“. í slíku kerfi hefir maðurinn slitið sig út úr samhengi tímans og sóar auðlindum, sem ekki endurnýjast, en jörðin hefir birgt sig upp af á milljón- um ára, og skilur næstu kynslóðum eftir árgangsefni, sem gera tvennt: Hrúg- ast upp sem föst efni á landi eða streyma til lofts og lagar sem lofttegundir eða fljótandi efni og valda því, sem nefnt hefir verið mengun. Nær engin úr- gangsefni iðnaðarsamfélagsins komast inn í eðlilega hringrás lífkerfisins á jörðinni. Er plastið gott dæmi þar um. Enda þótt þetta munstur sé fyrst og fremst einkennandi fyrir úrvinnslu- greinar borgarsamfélagsins, eru frumframleiðslugreinar nútímaþjóðfélags að síga niður í sama farveg. Þær eru líka farnar að sóa náttúrunni í veruleg- um mæli og skilja frá sér mengunarvalda í formi úrgangsefna. Við stöndum nú á því stigi hér á jörðinni, að sjálfhelda er framundan. Skýrust mynd hefur verið dregin upp af því í skýrslu, sem samin var á vegum Tækniháskólans í Massachusetts, MIT, frægasta tækniháskóla í heimi. En fá plögg, sem út hafa verið gefin í seinni tíð, hafa vakið aðra eins athygli, né heldur dregið upp svo dökka mynd. Sú mynd minnir helzt á fornar sagnir um Ragnarök. Engin af þeim orkulindum, sem iðnaðarsamfélagið hefir byggzt upp af hingað til, er ótæmandi. Kol og olía eru takmörkuð og úrgangur, sem bein- línis stafar af notkun heggja þessara efna sem orkugjafa, er óleysanlegt 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.