Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Blaðsíða 122
Tímarit Máls og menningar
segja um þá Frank Jæger og Benny Ander-
sen þótt auðskilið sé að hin skemmtilegu
ljóð þeirra freisti hagvirks þýðanda.
Kvæðavalið orkar líka oft tvímælis frá
sýnisbókarsjónarmiði. Módernistinn Klaus
Rifbjerg, eins og hann birtist einkum í
Konfrontation (1960), kemur hér ekki vel
til skila. Það hefði verið gaman að fá
þýðingar Hannesar á kvæðum eins og
Nulúme eða Middelaldermorgen. Kvæðin
í bókinni eru etv. einum um of í samræmi
við mynd ferðamannsins af dönum sem
brosmildri og feitlaginni þjóð, þægilegri í
umgengni. Auðvitað eru þetta ýkjur, en
ætli það sé þó ekki sannleikskorn í þeim.
Val kvæðanna eftir Bj0rnvig finnst mér
ekki gefa nógu góða hugmynd um það
mikla skáld, gaman hefði verið að fá á ís-
lensku kvæðið um seiðmennina í skratta-
skeri með efni úr Heimskringlu.
Það er þó með öllu ástæðulaust að eyða
miklum pappír í að kvarta yfir því sem
ekki er í þessari bók því það er svo margt
í henni sem ástæða er til að fagna, og á
það við um kvæði úr öllum löndunum og
frá öllum þeim áratugum sem Hannes tek-
ur til meðferðar.
Hannes Sigfússon hefur frá upphafi ort
svo kölluð „atómljóð" og verið einn helsti
merkisberinn í baráttu gegn ofurveldi
ríms og stuðla. Það er þess vegna gaman
að veita því athygli hve hagmæltur hann
er og að þýðingar hans á ljóðum í hefð-
bundnu formi standa öðrum síst að baki.
Má finna þess fjölmörg dæmi í bókinni,
td. í ljóðum norska skáldsins Tor Jonsson,
eða þá þessari skemmtilegu sonnettu eftir
landa hans, Olav H. Hauge:
SNIGILLINN
Úr svölu grasi og votu að vegi bar hann
- aS víðu haji úr möl sem ýjðist grátt.
En friðsœlt regn og morgunmistur blátt,
það merkir hagstœtt leiði. Gripinn var
hann
af ofurmóði. Ýtti úr vör og brátt
um úthaf skreið með djarflegt bugspjót
hafið
gegn hverri vá! Þvi það var grett og grafið
með gömul flök á boðum, mulin smátt.
En það var morgunn árla; einskis bíls
var enn að vœnta; mjólk á feysknum
börum
var ein á ferli; brennheit sól á sand
var sjáljur dauðinn. Knátt, án hiks og víls
hann öldur klauf. Bak hörðum hjólaförum
var húmblár sniglaskógur, iðgrœnt land.
Að vísu er mér ekki tiltækur frumtexti
þessa kvæðis, en ég held það geti varla
vcrið betra á frummálinu. Svipuð listatök
eru á kvæðinu Fröding limar björk eftir
sænska skáldið Sven Alfons. Annað er-
indið er þannig í frumtexta og þýðingu:
Ljust bekymmer över ögonbrynen
Kaffeflackar i hans skagg av imma
Genom himlans hydda gar en hind med
snabba kliv
I en mycket morgontidig timma
gick han ut att hugga björklöv
för att áterstalla Ijuvlighet i liv.
Kvíðafölur bjarmi yfir brúnum
Blakkir kaffitaumar í hans þyrilskeggi
Gegnum laufsal vorsins stiklar háfcett hind
Fyrr en dagur glórði í gráu hreggi
gekk hann út að lima bjarkir
til að endurvekja Líf í Ijóðsins mynd.
Deila má um það hvort Ijóðsins mynd
eigi nokkurt erindi inn í síðustu línuna, en
óneitanlega finnst manni bæði Fröding og
Magnús Ásgeirsson lifnaðir við í þessum
línum og annars staðar í kvæðinu.
Vitaskuld er hægt að finna þess ýmis
dæmi í þýðingum hefðbundnu ljóðanna
að íslenska ljóðstafareglan lögð ofan á
112