Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Side 83

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Side 83
Magnús Fjalldal Um hlutdrægni sagnfræði Þessi stutta athugasemd er hvorki tilraun til að sanna eða afsanna kenningu Ernst Blochs um hlutdrægni vísindanna, né heldur ályktanir hans um yfir- burði marxískrar hlutdrægni. Ég mun einungis útskýra örlítið nánar hvað það er, sem aðskilur sagnfræði frá hinum svokölluðu raunvísindum. Sagnfræði er ekki vísindagrein í venjulegum skilningi þess orðs. Hún veitir engin algild svör, sem allir geta prófað eins og þær raunvísindagrein- ar þar sem hægt er að beita málbandi og reglustiku til að finna óumdeilan- lega lausn. í sagnfræði er fyrst og fremst tvennt, sem máli skiptir, þ. e. heim- ildirnar, sem rannsaka skal svo og sagnfræðingurinn sjálfur. Areiðanleiki heimilda er að sjálfsögðu ákaflega mismunandi og því mið- ur er það oft svo, að áreiðanlegustu heimildirnar segja okkur heldur fátt um orsakasamhengi atburða. Sem dæmi um þetta getum við tekið heimsstyrjöld- ina fyrri. Það er söguleg staðreynd, að stríðið skall á 1914 og sömuleiðis söguleg staðreynd, að því lauk fjórum árum síðar og við þetta má svo bæta urmul annarra heimilda, sem ekki verða vefengdar sem slíkar. En ef við spyrjum einfaldrar spurningar eins og td. af hverju þessi styrjöld hófst þá verður hinum sögulegu staðreyndum fátt um svör, því að þær eru ein- ungis hækjur, sem við getum stuðzt við í mati okkar á heimildumm. Mér er kunnugt um 14 mismunandi kenningar um uppruna þessarar styrjalda og vafalaust eru þær enn fleiri. Samt sem áður styðjast allir þessir sagnfræð- ingar við sömu heimildir að mestu leyti, munurinn felst einungis í vali þeirra og túlkun á staðreyndum. En lítum þá á skepnuna sjálfa, sagnfræðinginn. Það má líkja honum við síu, sem sigtar þær heimildir sem hann hefur yfir að ráða. Sagnfræðingar eru hvorki betri né verri en annað fólk og áhrifagjarnir ekki síður en aðrir. Það er því lítill vafi á því að mat sagnfræðingsins á viðfangsefni sínu stjórnast að meira eða minna leyti af umhverfi hans, hversu heiðarlegur sem hann kann að vera. í stuttu máli held ég, að fáum sagnfræðingum dytti í hug að afneita full- 73
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.