Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Side 110

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Side 110
Tímarit Máls og menningar ingsstigi en fullorðnir og að sjónarmið kynjanna og einstaklinga innan þeirra eru harla ólík. Þess vegna eru ýmsir þættir lestrarefnisins nemendum mis- jafnlega geðþekkir. Mörgum finnst það ekki saka, að börn þurfi stundum að láta á móti sér og lesi námsefni, sem ekki vekur áhuga þeirra. Hliðstæð vilja- raun bíði flestra manna í ævistarfinu. Það er eflaust rétt, en samt má torskilið og óvinsælt námsefni ekki ganga úr hófi. Þennan vanda greinir Símon nú með vísindalegri aðferð. Hann tekur fá- mennan hóp eins aldursflokks til próf- unar í senn, biður nemendur að athuga lestrarbækur sínar, leggur síðan með viðeigandi formála fyrir þá spurninga- lista og biður þá að nefna þrjá lestrar- bókarkafla, sem þeim þyki beztir; þegar allir hafa ákveðið sig og ritað kaflaheit- in, biður hann þá á sama hátt að nefna þrjá lestrarbókarkafla, sem þeim þyki leiðinlegastir. A sama hátt spyr hann um lestrarefni barnanna í bundnu máli (Skólaljóð). Þannig fær hann fernar umsagnir nemenda um það, hvers konar lestrarefni þeim geðjist bezt eða verst. Undirbúningur og úrvinnsla ein- kennast af þeirri gætni og nákvæmni, sem vísindamanninum Símoni er eigin- leg. Til hagræðingar fyrir úrvinnsluna flokkar hann efni lestrarbókanna, laust mál sér og bundið sér, í 12 efnisflokka hvora grein. Honum er þó vel Ijóst, að í slíkri flokkun koma jafnan fram ein- hver vafaatriði. í VI. og VII. kafla — þeir fylla 250 blaðsíður — eru rakin svör barnanna við ofangreindum spurn- ingum. Sýnt er í fjölmörgum töflum hvernig svörin skiptast á efnisflokkana tólf og hvernig sú skipting breytist með vaxandi þroska nemenda. Jafnframt lýs- ir höfundur inntaki hinna einstöku lestrarefnisflokka og setur þannig fram sálfræðilegan röksmðning fyrir svör barnanna um þrjú beztu og þrjú leiðin- legustu lestrarefnin. Koma höfundi hér að góðu gagni víðtæk bókmenntaþekk- ing og næmi á skáldskap. Þessir kaflar — og raunar bókin öll — er óþrotleg fróðleiksnáma um lestraráhuga og efnis- skilning barna og unglinga. Móðurmáls- kennara, sem les þessa kafla sér til fulls skilnings, mun koma mörg niðurstaða á óvart. II Sá hluti rannsóknarinnar, Tómstunda- lestur, sem birtist í síðara bindinu, tek- ur til miklu fleiri þátta en bókalesturs, en spjall mitt takmarkast þó að mestu við hann, enda virðast mér niðurstöður um hann traustastar. Þátt tekur hópur- inn allur, 1686 nemendur, eins og fyrr var getið. Varðandi frjálsan lestur skáld- verka var spurt um þetta: 1. Nefndu þrjár beztu bækurnar, sem þú hefir lesið. 2. Hver þeirra þykir þér allra bezt? 3. Hve mörg kvæði hefir þú lesið að eigin vali síðastliðinn hálfan mánuð? 4. Hvert er bezta kvæðið, sem þú þekkir? „Aðaltilgangur könnunarinnar var eins og sjá má af spurningaskránni að komast að því, hvað börn og unglingar í Reykjavík á aldrinum 10—15 ára lesa af sjálfsdáðum í tómstundum og hvaða bækur og lestrarefni eru þeim hugleikn- ust“ (II, 29). Höfundi er vitanlega ljóst, að börnin komast ósjaldan í nokkurn vanda við að svara þessum spurningum. Bækur, sem bókmenntafræðingar myndu hik- 412
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.