Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Síða 110
Tímarit Máls og menningar
ingsstigi en fullorðnir og að sjónarmið
kynjanna og einstaklinga innan þeirra
eru harla ólík. Þess vegna eru ýmsir
þættir lestrarefnisins nemendum mis-
jafnlega geðþekkir. Mörgum finnst það
ekki saka, að börn þurfi stundum að
láta á móti sér og lesi námsefni, sem
ekki vekur áhuga þeirra. Hliðstæð vilja-
raun bíði flestra manna í ævistarfinu.
Það er eflaust rétt, en samt má torskilið
og óvinsælt námsefni ekki ganga úr
hófi.
Þennan vanda greinir Símon nú með
vísindalegri aðferð. Hann tekur fá-
mennan hóp eins aldursflokks til próf-
unar í senn, biður nemendur að athuga
lestrarbækur sínar, leggur síðan með
viðeigandi formála fyrir þá spurninga-
lista og biður þá að nefna þrjá lestrar-
bókarkafla, sem þeim þyki beztir; þegar
allir hafa ákveðið sig og ritað kaflaheit-
in, biður hann þá á sama hátt að nefna
þrjá lestrarbókarkafla, sem þeim þyki
leiðinlegastir. A sama hátt spyr hann
um lestrarefni barnanna í bundnu máli
(Skólaljóð). Þannig fær hann fernar
umsagnir nemenda um það, hvers konar
lestrarefni þeim geðjist bezt eða verst.
Undirbúningur og úrvinnsla ein-
kennast af þeirri gætni og nákvæmni,
sem vísindamanninum Símoni er eigin-
leg. Til hagræðingar fyrir úrvinnsluna
flokkar hann efni lestrarbókanna, laust
mál sér og bundið sér, í 12 efnisflokka
hvora grein. Honum er þó vel Ijóst, að
í slíkri flokkun koma jafnan fram ein-
hver vafaatriði. í VI. og VII. kafla —
þeir fylla 250 blaðsíður — eru rakin
svör barnanna við ofangreindum spurn-
ingum. Sýnt er í fjölmörgum töflum
hvernig svörin skiptast á efnisflokkana
tólf og hvernig sú skipting breytist með
vaxandi þroska nemenda. Jafnframt lýs-
ir höfundur inntaki hinna einstöku
lestrarefnisflokka og setur þannig fram
sálfræðilegan röksmðning fyrir svör
barnanna um þrjú beztu og þrjú leiðin-
legustu lestrarefnin. Koma höfundi hér
að góðu gagni víðtæk bókmenntaþekk-
ing og næmi á skáldskap. Þessir kaflar
— og raunar bókin öll — er óþrotleg
fróðleiksnáma um lestraráhuga og efnis-
skilning barna og unglinga. Móðurmáls-
kennara, sem les þessa kafla sér til fulls
skilnings, mun koma mörg niðurstaða á
óvart.
II
Sá hluti rannsóknarinnar, Tómstunda-
lestur, sem birtist í síðara bindinu, tek-
ur til miklu fleiri þátta en bókalesturs,
en spjall mitt takmarkast þó að mestu
við hann, enda virðast mér niðurstöður
um hann traustastar. Þátt tekur hópur-
inn allur, 1686 nemendur, eins og fyrr
var getið. Varðandi frjálsan lestur skáld-
verka var spurt um þetta:
1. Nefndu þrjár beztu bækurnar,
sem þú hefir lesið.
2. Hver þeirra þykir þér allra bezt?
3. Hve mörg kvæði hefir þú lesið
að eigin vali síðastliðinn hálfan
mánuð?
4. Hvert er bezta kvæðið, sem þú
þekkir?
„Aðaltilgangur könnunarinnar var
eins og sjá má af spurningaskránni að
komast að því, hvað börn og unglingar
í Reykjavík á aldrinum 10—15 ára lesa
af sjálfsdáðum í tómstundum og hvaða
bækur og lestrarefni eru þeim hugleikn-
ust“ (II, 29).
Höfundi er vitanlega ljóst, að börnin
komast ósjaldan í nokkurn vanda við
að svara þessum spurningum. Bækur,
sem bókmenntafræðingar myndu hik-
412