Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 34
Tímarit Máls og menningar opinberlega útnefndur formaður og Teng Hsiao-ping fékk á þeim sama fundi allar sínar fyrri virðingarstöður aftur. Þannig hafði það gerst á 16 mánuðum að Teng hafði verið sviptur öllum sínum ábyrgðarstörfum og titlum og hann hafði fengið allt aftur. Kínversku þjóðinni var ekki greint frá þvi hvað hefði raun- verulega gerst. Henni var einungis tilkynnt að tvær algjörlega gagnstæðar samþykktir hefðu verið gerðar einróma í æðstu valdastofnun þjóðarinnar. Fyrri ákvörðunin hljóðaði svo: Hin pólitíska nefnd miðstjórnar kínverska kommún- istaflokksins „hefur einróma samþykkt að svipta Teng Hsiao-ping öllum sínum embættum innan og utan flokksins" (Peking Review nr. 15, 1976). Síðari samþykktin hljóðaði svo: Þriðji fundur miðstjórnar kínverska kommúnista- flokksins hefur „einróma samþykkt ályktun um endurreisn félaga Teng Hsiao-ping til fyrri embætta" (Peking Review nr. 31, 1977). Þessi kúvending hafði þó ekki farið „friðsamlega“ fram. Hún var hápunktur stétta- átaka þar sem herinn og öryggissveitirnar höfðu leikið mikilvægt hlutverk. Það er vitað að þessum sviptingum fylgdu ofsóknir á hendur byltingarsinnum, og frá öllum þeim héruðum, sem við höfum haft fréttir frá, hefur það verið staðfest að ekki einungis handtökur heldur einnig aftökur áttu sér stað, og virðist sem mikill fjöldi manna hafi verið tekinn af lífi. Sumar aftökurnar voru auglýstar opinberlega, annaðhvort í gegnum útvarp eða með opinberum vegg- spjöldum. Um aðrar fréttist frá óopinberum veggspjöldum eða vegna þess að fólk sá vörubíla aka um með fólk á palli sem hafði dauðadóminn hengdan um hálsinn á spjaldi. Þessi ofsóknaralda gekk svo langt að opinber tilkynning var gefin út um að það kynni að verða æskilegt að fresta framkvæmd sumra dauðadómanna. Margt bendir til að þessar hreinsanir hafi kostað fleiri bylting- arsinna lífið en teknir voru af lífi í menningarbyltingunni, og það má benda á að Mao var andvígur dauðarefsingu gagnvart pólitískum andstæðingum (Um höfuðafstœðumar tíu). Álitið er að á árinu 1977 hafi um þriðjungur flokksfélaga verið rekinn úr flokknum, en jafnframt var mikill fjöldi fyrri flokksfélaga, sem áður höfðu verið reknir, tekinn aftur inn í flokkinn. í árslok 1977 líktist kínverski kommúnistaflokkurinn því miklu meir því sem hann var 1965 heldur en því sem hann var í október 1976. Breyting í styrkleikahlutfalli stéttanna með sigri endurskoðunarstefnunnar. Þessi ósigur hinnar byltingarsinnuðu stefnu kom ekki til af engu. Það var ekki hægt að skýra hann eingöngu út frá slægð stéttarandstæðinganna. Osigurinn hlaut að stafa af því að stefna Maos hafði að einbverju leyti hrugðist. Það er lífsnauðsynlegt að kanna eðli og orsakir þessara mistaka, sem endanlega hljóta að liggja í 408
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.