Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 34
Tímarit Máls og menningar
opinberlega útnefndur formaður og Teng Hsiao-ping fékk á þeim sama fundi
allar sínar fyrri virðingarstöður aftur. Þannig hafði það gerst á 16 mánuðum að
Teng hafði verið sviptur öllum sínum ábyrgðarstörfum og titlum og hann hafði
fengið allt aftur. Kínversku þjóðinni var ekki greint frá þvi hvað hefði raun-
verulega gerst. Henni var einungis tilkynnt að tvær algjörlega gagnstæðar
samþykktir hefðu verið gerðar einróma í æðstu valdastofnun þjóðarinnar. Fyrri
ákvörðunin hljóðaði svo: Hin pólitíska nefnd miðstjórnar kínverska kommún-
istaflokksins „hefur einróma samþykkt að svipta Teng Hsiao-ping öllum sínum
embættum innan og utan flokksins" (Peking Review nr. 15, 1976). Síðari
samþykktin hljóðaði svo: Þriðji fundur miðstjórnar kínverska kommúnista-
flokksins hefur „einróma samþykkt ályktun um endurreisn félaga Teng
Hsiao-ping til fyrri embætta" (Peking Review nr. 31, 1977). Þessi kúvending
hafði þó ekki farið „friðsamlega“ fram. Hún var hápunktur stétta-
átaka þar sem herinn og öryggissveitirnar höfðu leikið mikilvægt hlutverk.
Það er vitað að þessum sviptingum fylgdu ofsóknir á hendur byltingarsinnum,
og frá öllum þeim héruðum, sem við höfum haft fréttir frá, hefur það verið
staðfest að ekki einungis handtökur heldur einnig aftökur áttu sér stað, og
virðist sem mikill fjöldi manna hafi verið tekinn af lífi. Sumar aftökurnar voru
auglýstar opinberlega, annaðhvort í gegnum útvarp eða með opinberum vegg-
spjöldum. Um aðrar fréttist frá óopinberum veggspjöldum eða vegna þess
að fólk sá vörubíla aka um með fólk á palli sem hafði dauðadóminn hengdan um
hálsinn á spjaldi. Þessi ofsóknaralda gekk svo langt að opinber tilkynning var
gefin út um að það kynni að verða æskilegt að fresta framkvæmd sumra
dauðadómanna. Margt bendir til að þessar hreinsanir hafi kostað fleiri bylting-
arsinna lífið en teknir voru af lífi í menningarbyltingunni, og það má benda á
að Mao var andvígur dauðarefsingu gagnvart pólitískum andstæðingum (Um
höfuðafstœðumar tíu). Álitið er að á árinu 1977 hafi um þriðjungur flokksfélaga
verið rekinn úr flokknum, en jafnframt var mikill fjöldi fyrri flokksfélaga, sem
áður höfðu verið reknir, tekinn aftur inn í flokkinn. í árslok 1977 líktist
kínverski kommúnistaflokkurinn því miklu meir því sem hann var 1965 heldur
en því sem hann var í október 1976.
Breyting í styrkleikahlutfalli stéttanna með sigri endurskoðunarstefnunnar. Þessi
ósigur hinnar byltingarsinnuðu stefnu kom ekki til af engu. Það var ekki hægt
að skýra hann eingöngu út frá slægð stéttarandstæðinganna. Osigurinn hlaut að
stafa af því að stefna Maos hafði að einbverju leyti hrugðist. Það er lífsnauðsynlegt
að kanna eðli og orsakir þessara mistaka, sem endanlega hljóta að liggja í
408