Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 16
Tímarit Máls og menningar tveimur pottum, þröngum setbekk og stundum fornlegu borði. Þannig voru heimili milljóna manna. Nokkrir áttu fáein mórberjatré — því ríkidæmi var mælt í trjáeign. En næstum allir höfðu þeir selt púpuupp- skeruna fyrirfram til að hafa í sig og á. Ef uppskeran brást kom það niður á þeim. Hvert sem við fórum var allt á sömu bókina lært: silkibændurnir voru á valdi kaupmannanna og losnuðu aldrei úr skuldafjötrunum. Það var ekki fyrr en við nálguðumst stóru markaðsborgirnar, þar sem spunastöðvarnar stóðu og blésu frá sér daunillum púpuþefnum, að við sáum heimili sem voru betur búin og fólk sem bar ekki þennan áhyggjusvip. Dætur þeirra fjölskyldna voru spunakonur. Einmitt þarna fór að renna upp fyrir mér hvað iðnvæðing gat haft mikla þýðingu fyrir verkakonur, eins bölvuð og hún hafði reynst að öðru leyti. Þetta voru einu staðirnir á öllu landinu þar sem fæðingu meybarns var tekið með fögnuði, því hér voru stúlkur máttarstoðir hverrar fjölskyldu. Fas þeirra bar með sér sjálfstraust og reisn. Ég fór að skilja ástæður þess að þær voru sakaðar um að vera lesbíur. Auðvitað hlutu þær að bera núverandi hlutskipti sitt saman við óæðri stöðu giftrar konu. Sjálfstæði þeirra virtist bein ögrun gagnvart almennri þjóðfélagsskipan. Hatur förunautar mins á þessum stúlkum varð berara þegar við heimsóttum spunastöðvarnar. Þær sátu þar í löngum röðum, klæddar gljáandi svörtum jökkum og buxum, fyrir framan sjóðandi ker full af púpum og soðnir fingur þeirra tifuðu um silkiþræðina. Stundum var einhver athugasemd látin ganga eftir röðinni og allur salurinn dundi af hlátri. Förunautur minn hvítnaði í framan. „Þær kalla mig hlaupatík kapítalistanna og þig útlendan djöfuls heimsvaldasinna. Þær eru að hlæja að fötunum þínum, hárinu og aug- unum!“ útskýrði hann. Eitt kvöldið sátum við tvö framan við gamalt fjölskylduhof, í þeim eyðilegu steinsölum höfðum við komið fyrir hengirúmum okkar. Hinum megin við síkið gnæfðu háir veggir spunastöðvar og innan skamms streymdu út úr henni hópar svartklæddra stúlkna, allar báru þær nestis- skrínur úr tini. A fótum höfðu þær ilskó úr tré sem voru festir yfir tærnar með einni leðuról og smullu í götunni í hverju skrefi. Gljásvart hárið var greitt upp frá enninu og féll í breiðri fléttu niður á mitti. Við hnakka- 390
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.