Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 21
Stóra stökkið afturábak
byltingarinnar. Kanadamaður nokkur, Neil Burton að nafni, sem lifir og starfar
í Peking, svaraði afsagnarbréfi Bettelheims með bréfi til tímaritsins Monthly
Review, og eftirfarandi útdráttur er samantekt á gagnmerku svari Bettelheims
við bréfi Burtons. Svarið fyllir um áttatíu blaðsíður í tímaritinu og er dagsett
hinn 3. mars 1978. Síðan þá hefur margt komið fram í Kína sem styrkir
greiningu Bettelheims, en eins og gefur að skilja hefur orðið að sleppa mörgum
tilvitnunum og dæmum í þessum útdrætti úr ritgerð hans.
Endalok mermingarbyltingarinnar
Það fyrsta sem við þurfum að taka til meðferðar i þessari umfjöllun um
valdaskiptin í Kína er sambandið á milli menningarbyltingarinnar og þeirra
aðstæðna sem nú hafa skapast. Kínverska flokksforystan hefur þegar lýst því yfir
að menningarbyltingin sé afstaðin (og síðar dæmt hana sem „alvarleg mistök“
— þýð.). Þessi staðhæfing gefur til kynna að breyting hafi átt sér stað í
valdaafstöðu pólitískra og félagslegra afla, sem hefur leitt til strangrar tak-
mörkunar á því frumkvæði og tjáningarfrelsi, sem fjöldinn ávann sér í
menningarbyltingunni. Segja má að þetta afturhvarf frá meginmiðum
menningarbyltingarinnar hafi þegar hafist 1967, er hið pólitíska form hinnar
nýstofnuðu Shanghai-kommúnu var leyst upp. Frá þeim tima hefur framvindan
einkennst af stéttaátökum, sem náð hafa hámarki með afneitun núverandi
valdhafa á meginmarkmiðum menningarbyltingarinnar. Þessi þróun þarfnast
nánari greiningar.
Það er eftirtektarvert að núverandi ráðamenn í Kína hafa á engan hátt reynt
að gera upp reikninginn við menningarbyltinguna i heild sinni. Flokksforystan
hefur ekki gert tilraun til þess að greina á milli mistaka og breytinga er horfðu til
hins betra frá sjónarhóli verkalýðsstéttarinnar. Hins vegar hefur menningar-
byltingin verið fordæmd í heild sinni og i reynd verið horfið til fyrri stefnu, sem
felur i sér stórt stökk afturábak. Hér hafa orðið gagngerar breytingar á valda-
hlutföllum milli tveggja andstcedra ste'tta og tveggja andstæðra stjórnmálastefna.
Vandamál lýðrceðisins
í „Sextánpunkta samþykkt“ miðstjórnar Kommúnistaflokksins frá 8. ágúst 1966
má sjá að meginmarkmið flokksins var þá að efla tjáningarmöguleika Fjöldans,
þannig að minnihlutasjónarmið yrðu einnig leyfð „jafnvel þótt minnihlutinn
395