Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 80
Tímarit Máls og menningar mér í herbergið og kveikti loftljósið. „Hún hefur verið að hringja á hjálp.“ A rúminu sat brosandi stúlka með sælan einfeldningssvip og fletti rólega lausu skinni af fótum sér með nöglunum. Fyrir ofan hana öskraði ungbarn. Engin merki um átök voru í herberginu. Sú sem lá á ganginum sneri höfði að ofni og hafði eflaust fallið á hann og rotast. Ljóst hárið líktist strýi og vætlaði blóð úr höfuðsárinu, og var hún því á lífi. Eskimóarnir hímdu á ganginum með logandi kerti í höndum en gægðust síðan inn að grenjandi barninu, hugfangnir líkt og vitringarnir hljóta að hafa horft á barnið í jötunni, eins og sönn lýsing biblíumyndanna sannar, þótt her- bergið hafi fremur líkst svínastíu en nýsópuðu fjárhúsi. Hvað henti konuna á gólfinu? spurði ég. Hún datt, svaraði stúlkan brosandi eins og gallhart afbrotakvendi. Solla datt. Þegar ég spurði um ástæðu fyrir dvöl konunnar með áverkann fór stúlkan að segja mér margbrotna sögu af einhverri hágöfugri Bíldudals- ætt, og tengdist ættbálkur hennar öðrum álíka voldugum ættstofni mikilfenglegrar kynkvíslar úr þremur vestfirskum dölum. Við tengslin óx göfgin og átu ættmenn og skyldmenni stúlkunnar aldrei annað á nítjándu öld en steinbítsroð, súrt slátur, skyr og hrútspunga, hvort sem þeir bjuggu í Kaupmannahöfn eða í kaupstöðum á íslandi, og var matarkúrinn þáttur í baráttu ættarinnar gegn kúgun dana. En eftir að ættin sameinaðist einhverri ætt í einhverju hjónabandi sem var svo loðið að engin leið var að greina í því eða botna breiddu ættartengslin, heyrðist mér, arma sína um allt Island, og var stúlkan af þessu hjónabandi og skildi ég að hún var venjulegur íslenskur kjáni og í kananum. Þess vegna hringdi ég á lögregluna. Þá voru eskimóarnir farnir að syngja jólasálma á ganginum og veg- sömuðu vitringana á dönsku og grænlensku. Þeir tignuðu himins her- skara með halelúja, þegar ég skundaði í fylgd lögregluþjóns að herberg- inu. Hann gægðist inn, líkari gluggagægi en verði laganna, hörfaði undan ogsagði: 454
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.