Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 80
Tímarit Máls og menningar
mér í herbergið og kveikti loftljósið. „Hún hefur verið að hringja á
hjálp.“
A rúminu sat brosandi stúlka með sælan einfeldningssvip og fletti
rólega lausu skinni af fótum sér með nöglunum. Fyrir ofan hana öskraði
ungbarn.
Engin merki um átök voru í herberginu. Sú sem lá á ganginum sneri
höfði að ofni og hafði eflaust fallið á hann og rotast. Ljóst hárið líktist
strýi og vætlaði blóð úr höfuðsárinu, og var hún því á lífi. Eskimóarnir
hímdu á ganginum með logandi kerti í höndum en gægðust síðan inn að
grenjandi barninu, hugfangnir líkt og vitringarnir hljóta að hafa horft á
barnið í jötunni, eins og sönn lýsing biblíumyndanna sannar, þótt her-
bergið hafi fremur líkst svínastíu en nýsópuðu fjárhúsi.
Hvað henti konuna á gólfinu? spurði ég.
Hún datt, svaraði stúlkan brosandi eins og gallhart afbrotakvendi.
Solla datt.
Þegar ég spurði um ástæðu fyrir dvöl konunnar með áverkann fór
stúlkan að segja mér margbrotna sögu af einhverri hágöfugri Bíldudals-
ætt, og tengdist ættbálkur hennar öðrum álíka voldugum ættstofni
mikilfenglegrar kynkvíslar úr þremur vestfirskum dölum. Við tengslin óx
göfgin og átu ættmenn og skyldmenni stúlkunnar aldrei annað á
nítjándu öld en steinbítsroð, súrt slátur, skyr og hrútspunga, hvort sem
þeir bjuggu í Kaupmannahöfn eða í kaupstöðum á íslandi, og var
matarkúrinn þáttur í baráttu ættarinnar gegn kúgun dana. En eftir að
ættin sameinaðist einhverri ætt í einhverju hjónabandi sem var svo loðið
að engin leið var að greina í því eða botna breiddu ættartengslin, heyrðist
mér, arma sína um allt Island, og var stúlkan af þessu hjónabandi og skildi
ég að hún var venjulegur íslenskur kjáni og í kananum. Þess vegna
hringdi ég á lögregluna.
Þá voru eskimóarnir farnir að syngja jólasálma á ganginum og veg-
sömuðu vitringana á dönsku og grænlensku. Þeir tignuðu himins her-
skara með halelúja, þegar ég skundaði í fylgd lögregluþjóns að herberg-
inu. Hann gægðist inn, líkari gluggagægi en verði laganna, hörfaði undan
ogsagði:
454