Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 100
Tímarit Máls og menningar
er skýrð á þá lund, að hún hljóti nafn af hinni hvítu gyltu (albanus á latínu
merkir hvítur). Og þegar við kynnum okkur spádóminn í Landnámu og berum
saman við Eneasarkviðu sjálfa, sjáum við, að þessum tveim ritum er það sam-
eiginlegt að spáandi á heima undir vatni. I kviðunni er það Típur-guðinn sjálfur,
sem kemur upp úr öldum fljótsins að rýna í framtíð Eneasar, en í Landnámu
hefst marmennill úr köldum bárum Steingrímsfjarðar að kveða upp um forlög
Þóris Grímssonar. Flökkusagnir af kynlegum siðum i Svíþjóð hrökkva skemur
til skýringa á Landnámu en lærdómsritin sem nú hafa verið nefnd.
Nú má draga dæmin saman og sýna skyldleika þessara þriggja sagna með því
móti að leysa þær upp í frumþáttu sína og bera atriðin saman hvert fyrir sig.
Hægt er að hugsa sér frumsögu á þessa lund og verða þá frávik og sameiginleg
atriði með frásögnunum þrem eins og hér segir: Eftir langa sjóför (a) er manni
spáð af yfirnáttúrlegri veru (b) sem á heima undir vatni (c) að hann (d) sonur
hans (d2) eigi að hlíta leiðsögu dýrs (e) og gera sér bústað þar sem það leggst
niður (f) ella þar sem hann finnur það liggjandi (f2); örnefni er síðan dregið af
dýrinu (g). Til glöggvunar fylgir tafla með:
abcdd2 effi g
Grímr/Þórir a b c d2 e f g
Eneas a b c d P g
Cadmus b d e f g
Vísindalegur samanburður á íslenzkum fornritum og útlendum fræðiritum
leiðir oft i ljós nánari skyldleika en ráðið verður af lauslegum athugunum, en
staðhæfingar um norrænan uppruna, sem byggðar eru á getgátum einum, mega
teljast hreinar bollaleggingar. Mynztrið í Skálmarþætti er að því leyti merkilegt,
að öll atriði frumsögu eru varðveitt, en þó er um eitt frávik (d2) að ræða, þar sem
spádómur lýtur að syni mannsins sem leitar frétta. En eins og Jakob Bene-
diktsson bendir á í útgáfu sinni á Landnámu, á forsögn marmennils sér ýmsar
hliðstæður, svo sem í Hálfs sögu og Hálfsrekka, og gegnir því öðru máli um það
atriði þáttarins en um meginþráðinn.
474