Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 22
Tímarit Máls og menningar hefði rangt fyrir sér“ (atr. nr. 6). Frelsi fjöldans til skipulagningar og myndunar valdastofnana á vinnustöðum, í borgarhverfum, þorpum, ríkisstofnunum og menntastofnunum átti að lokum að leiða til „kosningafyrirkomulags er væri í líkingu við það er tíðkaðist í Parísarkommúnunni.“ Þetta fól m.a. í sér að hægt var að skipta um kjörna fulltrúa hvenær sem var. Lögð var áhersla á að fjöldinn einn væri fær um að frelsa sjálfan sig, og að meginhlutverk flokksins væri að efla árvekni fólksins til gagnrýni, einnig á flokkinn sjálfan (atr. 3). Talað var um nauðsyn þess að umbreyta hinni þjóðfélagslegu yfirbyggingu (menntakerfi, bókmenntum, listum o.s.frv. (atr. 1 og 10)). Talað var um tengslin á milli byltingarbaráttunnar og baráttunnar fyrir aukinni framleiðslu og sagt að hin pólitíska byltingarbarátta ætti að hafa forgang. Þessari pólitísku hreyfingu, sem átti sína sigra og sína ósigra allt frá árinu 1966, verða ekki gerð full skil með þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir. En hún átti sínar fræðilegu og hugmyndafræðilegu hliðar, sem leiddu m.a. til þess að Mao Tse-tung og þeir leiðtogar sem nú liggja undir þungum sökum ályktuðu að breyting á lögformlegu eignarhaldi fyrirtœkja fyrfti ekki að hafa íför með sér breytingu á framleiðsluafstœðum og dreifingu lífgceðanna, og þeir bentu oft á að kapítalísk fyrirtæki gætu þrifist undir „sósíalískri sauðargæru“ og að launakerfið í Kína væri ekki svo ýkja frábrugðið því sem tíðkaðist í kapítalismanum og að borgarastéttin ætti sín ítök í Kommúnistaflokknum. Það þarf ekki að lesa mikið í yfirlýsingum núverandi valdhafa til þess að sjá að þessar fræðilegu og hugmyndafræðilegu niðurstöður menningarbyltingarinnar hafa nú verið teknar til rækilegrar endurskoðunar. Gagnrýnin á fjórmenningana þjónar þeim megintilgangi að brjóta á bak aftur þessar hugmyndafræðilegu niðurstöður menningarbyltingarinnar. Stóra stökkið afturábak frá árslokum 1976 Þótt hin upprunalegu markmið menningarbyltingarinnar hafi átt í vök að verjast allt frá 1967, þá varð það ekki fyrr en með láti Mao Tse-tung og fangelsun „fjórmenninganna" sem hin raunverulegu skil urðu, sem marka stökkið aft- urábak með afneitun þeirrar reynslu og þeirra fræðilegu niðurstaðna er áunnist höfðu allt frá 1966. Hér er um að ræða afneitun á þeim ávinningi sem marx- ismanum var unninn á þessum tíma kínversku byltingarinnar, — hún felur í raun í sér afneitun á sjálfum marxismanum. Hér á eftir verður reynt að stikla á nokkrum ávinningum menningarbyltingarinnar og hvernig þeim hefur nú 396
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.