Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Qupperneq 22
Tímarit Máls og menningar
hefði rangt fyrir sér“ (atr. nr. 6). Frelsi fjöldans til skipulagningar og myndunar
valdastofnana á vinnustöðum, í borgarhverfum, þorpum, ríkisstofnunum og
menntastofnunum átti að lokum að leiða til „kosningafyrirkomulags er væri í
líkingu við það er tíðkaðist í Parísarkommúnunni.“ Þetta fól m.a. í sér að hægt
var að skipta um kjörna fulltrúa hvenær sem var. Lögð var áhersla á að fjöldinn
einn væri fær um að frelsa sjálfan sig, og að meginhlutverk flokksins væri að efla
árvekni fólksins til gagnrýni, einnig á flokkinn sjálfan (atr. 3). Talað var um
nauðsyn þess að umbreyta hinni þjóðfélagslegu yfirbyggingu (menntakerfi,
bókmenntum, listum o.s.frv. (atr. 1 og 10)). Talað var um tengslin á milli
byltingarbaráttunnar og baráttunnar fyrir aukinni framleiðslu og sagt að hin
pólitíska byltingarbarátta ætti að hafa forgang.
Þessari pólitísku hreyfingu, sem átti sína sigra og sína ósigra allt frá árinu
1966, verða ekki gerð full skil með þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir. En
hún átti sínar fræðilegu og hugmyndafræðilegu hliðar, sem leiddu m.a. til þess
að Mao Tse-tung og þeir leiðtogar sem nú liggja undir þungum sökum
ályktuðu að breyting á lögformlegu eignarhaldi fyrirtœkja fyrfti ekki að hafa íför
með sér breytingu á framleiðsluafstœðum og dreifingu lífgceðanna, og þeir bentu oft
á að kapítalísk fyrirtæki gætu þrifist undir „sósíalískri sauðargæru“ og að
launakerfið í Kína væri ekki svo ýkja frábrugðið því sem tíðkaðist í
kapítalismanum og að borgarastéttin ætti sín ítök í Kommúnistaflokknum. Það
þarf ekki að lesa mikið í yfirlýsingum núverandi valdhafa til þess að sjá að þessar
fræðilegu og hugmyndafræðilegu niðurstöður menningarbyltingarinnar hafa
nú verið teknar til rækilegrar endurskoðunar. Gagnrýnin á fjórmenningana
þjónar þeim megintilgangi að brjóta á bak aftur þessar hugmyndafræðilegu
niðurstöður menningarbyltingarinnar.
Stóra stökkið afturábak frá árslokum 1976
Þótt hin upprunalegu markmið menningarbyltingarinnar hafi átt í vök að
verjast allt frá 1967, þá varð það ekki fyrr en með láti Mao Tse-tung og fangelsun
„fjórmenninganna" sem hin raunverulegu skil urðu, sem marka stökkið aft-
urábak með afneitun þeirrar reynslu og þeirra fræðilegu niðurstaðna er áunnist
höfðu allt frá 1966. Hér er um að ræða afneitun á þeim ávinningi sem marx-
ismanum var unninn á þessum tíma kínversku byltingarinnar, — hún felur í
raun í sér afneitun á sjálfum marxismanum. Hér á eftir verður reynt að stikla á
nokkrum ávinningum menningarbyltingarinnar og hvernig þeim hefur nú
396