Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 73
Jólasaga
andinn vildi síður leigja yfir jólin, því fólk hefur fyrir sið að drekka úr
sér sorgir á stórhátíðum. Slíkri hreinsun fylgir oft húsbrot. Tveir dagar
voru til jóla og kvaðst ég eiga laust herbergi. A hótelinu voru gestkom-
andi tveir grænlendingar. Þeir voru sjómenn. Annar virtist vera mállaus
en hinn kunni hrafl í dönsku og brá tíðum fyrir sig óskiljanlegri þýsku; til
frekari áherslu blandaði hann í hraflið einhverju sem hann kallaði ensku.
Báðir voru grænlendingarnir jafnan drukknir. Sá sem kunni þrefalt hrafl
hafði oft gist á hótelinu og jós yfir mig um nætur grænlenskum ljóðum,
sem hann kvaðst hafa gleymt.
Þegar daninn kom héngu eskimóarnir yfir mér i gestamóttökunni.
Gesturinn var sterklegur maður og harður eins og þeir miðaldra danir
sem störfuðu á Grænlandi og ég hafði oft kynnst á hótelinu. En hann var
talsvert slitinn og taugarnar spenntar. Þetta var sú tegund karlmanna sem
er ævinlega að „takast á við eitthvað“ og lýsti úr fasi hans friðleysi og
atorka sem er sjaldnast dugnaður heldur öllu fremur einhver tegund
andlegrar truflunar. Daninn skráði á gestakortið, dreif það af með
pennanum, og eskimóinn fróði horfði á. Þegar daninn skrifaði að hann
kæmi frá Grænlandi ljómaði eskimóinn og vildi faðma hann. Daninn brást
ókvæða við vinahótin og hvæsti. Ég sussaði strax á manninn, en eski-
móarnir þutu eins og skuggar með einkennilegum hljóðum upp stigann
og hurfu á svipstundu.
Gesturinn lagðist fram á borðið eins og sá sem formælir örlögum
sínum og stundi upp afsökun.
En ég þoli þá ekki, því miður, bætti hann við. Eg þoli ekki flaður.
Fyrir löngu hafði ég sætt mig við að smekkur manna er misjafn og að
engum er skylt að elska náungann eins og sjálfan sig, eða það að börn
megi hafa andúð á foreldrum sínum og hugsunarhætti þeirra og að ekkert
lögmál bindi foreldra til samstöðu með börnum sínum. Þetta sagði ég
gestinum og gerði sem minnst úr atburðinum. En gesturinn hafði
einhverja þörf fyrir að varpa ljósi á vanstillingu sína. Ég hlustaði
áhugalaus. Áhugaleysið vakti játningarþörf mannsins. Oft hafði ég gegnt
hlutverki sálusorgara á nóttunni, einkum hringdu ókunnugar konur og
röktu raunir sínar í símtólið, meðan létt tónlist ómaði af plötu í fjarlægri
stofu þar sem einmanaleiki ætlaði að drepa þær. Aldrei spurði ég
447