Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 119
Samskipti Magnúsar Stephensen og fátakranefnda
sýslumanns skuli vera fýrir hendi áður en þurfamaður er sendur á framfærslu-
sveit sína af dvalarsveit. Þá eru og í instrúxinu ákvæði er skylda hreppstjóra til að
fylgjast með því „að sérhver ómagi forsorgist vel og forsvaranlega, bæði í tilliti
til fæðis, þrifnaðar, uppeldis unglinga og menntunar í bóklestri, kristindómi,
góðum siðum og vinnu, og að þeim með þessu verði ekki svo ofþýngt, að baga
þurfi framför þeirra og þroska, eða bila þá til heilsu, og sjái hann um, að þeir
haldist við sama kost og aðbúnað, sem annað verkafólk eða börn á bænum.“J
Magnús Stephensen fylgdi instrúxinu svo eftir árið 1812 með ritinu Handbók
fyrir hvem rnann, sem ætlað var instrúxinu til skýringar og til leiðbeiningar
hreppstjórum um framkvæmd sveitarstjórnarmála.
Konungur staðfesti ekki ofangreinda reglugerð og varð þvi minna um
framfarir í stjórnun fátækramála í kjölfar hennar en ella.
Með tilliti til þeirrar framsýni óg þess skilnings sem Magnús Stephensen
sýndi fátækramálefnum á fyrsta áratugi aldarinnar kemur nokkuð á óvart að
hann skuli tvisvar hafa lent í útistöðum við fátækranefnd Reykjavíkur og
Seltjarnarneshrepps eftir að hún komst á laggirnar árið 1822.
Frá því að bæjarfógeti var settur yfir Reykjavíkurkaupstað 1803 og firam til
1822 fór hann einn með allt framkvæmdavald í fátækramálum Reykjavíkur, sem
á þeim tíma og allt til 1847 var sameiginlegt fátækrahérað með Seltjarnarnesi.4 Á
árabilinu 1810—20 fór að gæta óánægju borgara með stjórn framfærslumálanna,
einkum eftir að bæjarfógeti brá á það ráð að leggja fátækraútsvar á borgara, sem
samkvæmt kaupstaðartilskipuninni voru slíkum greiðslum undanþegnir. Fór
svo, að borgarar kröfðust aukinna áhrifa á fjármálastjórn bæjarins,5, en útgjöld
vegna framfærslumála voru á 19. öld einn veigamesti gjaldliður sveitarfélaga.6
Var því gripið til þess ráðs, að setja á stofn nefnd er skyldi hafa yfirumsjón með
fátækraframfærslunni, jafnframt því sem henni var falið að sjá um niðurjöfnun
fátækraútsvars í umdæminu. Nefndin kom fyrst saman 2. janúar 1822. I henni
áttu sæti þeir Árni Helgason dómkirkjuprestur, Magnús Magnússon hreppstjóri
Seltjarnarneshrepps, Sigurður Thorgrímsen bæjarfógeti, Ó. H. Finsen sýslu-
maður Kjósarsýslu og O.P. Möller kaupmaður.7
Þegar nefndin tók að leggja fátækraútsvar á gjaldendur innan framfa^rslu-
héraðsins kom fljótlega í ljós að ekkert hafði verið greitt af Viðey til fátækra-
þarfa árin á undan:
Hérnæst var af Commissioninni fyrirtekiö þaö efni sem áöur hefur komið til oröa, um
tíund af Viðey sem hingað til hefur ei goldin verið það menn til vita, cins og Viðey skal
hvörgi vera skuldsett. Þóckti Commissionininni ráðlegt að gera fyrirspurn til amtsins
hvert þessi Jörö skyldi ei framvegis gialda tíund til Fátækra, og þá cptir hverri Reglu.8
493