Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 120
Tímarit Máls og menningar
Þá þótti nefndinni þörf að ákvarða hvort dómsstjóranum bæri ekki sjálfum
að „svara til sveitar“ eftir niðurjöfnun nefndarinnar, eða með sjálfákveðnu
framlagi til fátækra, svo sem heimilt var að lögum.
þykist Commissionin hafa rctt til að tiltaka hans útsvar cins og annara scm ccki með
útþrykkjanlcgu Kongsleifi gefa til Sveitar þeim scm þeim gott þikir. Var þá honum gert
útsvar auk þeirra ómaga scm hann nú heldur til næstkomandi haustnótta.9
Ekki vildi Magnús una við þessa skattheimtu. Kemur fram á fundi nefnd-
arinnar 2. apríl 1823 að konferensráðið hefur sent henni bréf þar sem hann:
mótmælir algjörlega að svara því gjörðu útsvari, þvi Fátækranefndin eigi ei með að
uppáleggja svo sem skyldu Bænda aukatiilag til fátækra, því sem Justitiarius, og sem
Embættismaður sc hann þar frá undanskilin og jafnvel þecki hann valda skyldu sína að
tíunda eignir sínar til fátækra, þó hann friviliuglega hafi með tveggja ómagahaldi ár cptir
ár nockrum sinnum hana goldið.10
Þá heldur Magnús áfram og segir nefndinni það velkomið „sínu uppátæki og
kröfu framhalda", en geri hún það, áformi hann „að krefia margfalds skilríkis er
sanni réttindi og sanngirni kröfu“ sinnar, enda muni hann ekki láta nefndina
gera eigur sínar uppnæmar án mótspymu. Ef nefndin hefði á hinn bóginn gert
sér grein fyrir nauðsyn slíkra álaga og hann verið
grunsemdarlaus um að aðrar ólíkari orsakir hefðu heldur átt þátt i þeim rcttarhalla
íyrir hverjum hann héldi sig öðrum framar verða mót lögum og sanngirni, en vitaö sanna
þranng fátækra i hreppnum, mundi hann ei hafa orðið sá seinasti til friviljuglega að láta
nockuð af hcndi sem þó ci væri skylda sín, hcfði þess þó ei verið leitað í réttarkröfutóni.
En nú sini hann skyldu sina, þar hann teldi sig aflagaborin og heimildarlaust taxeraöan til
aukatillaga aö verja Embætti sitt óvirðu en sig fénámi.
Magnús virðist álíta að skattheimta nefndarinnar sé af öðrum rótum runnin
en af umhyggju fyrir velferð þurfamanna í hreppnum. Hann brigslar nefndinni
um að hann öðrum fremur verði fyrir þvílíkum álögum og virðist álíta per-
sónulega óvild liggja þar að baki. Þótt Magnús hafi ungur tileinkað sér
hugsunarhátt upplýsingaraldar um siðferðilegar skyldur ríkisvaldsins gagnvart
þegnunum og sýnt af þeim sökum ríkari skilning á málefnum fátækra en flestir
samtímamenn hans er sátu íslenska valdastóla við upphaf 19. aldar, taldi hann
tiltæki nefndarinnar hreinustu ósvífni. Ber hann fyrir sig virðingu embættis síns
og stöðu sem hann telur hróplega misboðið. Jafnframt tekur hann fram, að
hefði nefndin komið fram við sig í samræmi við stöðu sína, hefði hann
„fríviljuglega“ lagt sitt af mörkum til fátækraþarfa. Að fengnu þessu svari
494