Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 90
Tímarit Máls og menningar
kr
416,62
2,06
Skuldlaus upphæö
Af því er 1/2% gjaldið
Til skipta kemur: 414,56
Erfir þá móðirin kr. 207,28
hvert systkinanna kr. 69,93
Útleggi er þannig hagað:
Upp í skuldina og útgjöldin, þar á meðal 1/2% gjald,
útleggist af uppboðsandvirðinu Steinunni útleggist af uppboðsandvirðinu og 337,89
peningum þeim sem fundust í búinu 207,28
Síra Pétri sömul. 69,93
Rannveig sömul. 69,93
Guðmundi sömul. 69,93
Koma fram inngj. 752,45
Skiptunum lokið. Rjetturinn hafinn.
L. Sveinbjömsson
Þannig skilar Sigurður málari af sér veraldarvistinni. Hann skilar
móður sinni fé sem nægði fyrir föstu fæði í nærri tvö ár og hverju
systkinanna lætur hann eftir það sem svarar fæðispeningum um rosklega
hálft ár.
Klásúlan um geymsluféð í inngangi skiptaréttarins er og verður óráðin
gáta. Þó má telja ólíklegt að eigandi fjárins hefði ekki skilað sér fyrst
sérstaklega var auglýst efdr því í heilt ár. Einkum ef þess er gætt að kröfur
í dánarbúið sýnast að hafa komist til skila að öðru leyti.
Af þessu og öðru sýnist mega draga þá ályktun að Sigurður hafi jafnvel
verið dálítill búri. En alla vega mjög ólíklegt að hann hafi soltið í hel úr
því rösklega tveggja mánaða fæðispeningar (22 krónur) eru í frakkavasa
hans og með nærri tveggja ára fæðispeninga í skúffunni hjá sér (57
ríkisdali eða 114 krónur) væri óviturlegt að deyja úr hungri.
En Sigurður var vitmaður.
Eða hver mundi annars biðja sveltandi aumingja að geyma fyrir sig allt
þetta fé, svo enn sé vikið að þeirri ráðgátu.
464