Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 128
Tímarit Máls og menningar
ekki neina samúö meÖ lesanda, hann er
bara svolítiÖ peð í stórri skák en sem á sér
eflaust marga líka. Höfundur getur illa
dulið fyrirlitningu sína á honum. Jafnvel
þegar honum er fórnað i skákinni snertir
það mann ekkert, því hann hefur svikið
allt sem honum var trúað fyrir.
Líkindi í ólíkindum
Og þá kemur að hinum eiginlega kjarna
sagnanna sem er þeim sameiginlegur eins
og 1. persónu formið. Þær fjalla allar um
þróun íslensks samfélags síðustu fjörutíu
árin eða síðan skömmu eftir að höfundur
bókarinnar fæddist. En frá mismunandi
sjónarhóli eins og nú hefur verið rakið
litillega.
I fyrstu sögunni í bókinni lýsir höf. því
samfélagi sem hér var fyrir seinna heims-
stríð i örlitlu dæmi, dæminu um nýtnina
og limið dásamlega sem limir allt.
Með tilkomu „límsins sem límir allt“
hófst nýtt blómaskeið í viðgerðum á
brotnu leirtaui. Þótt diskur, eða jafn-
vel bolli, brotnaði mélinu smærra var
nú unnt að líma með þessu undralyfi
það sem vonlaust hafði verið með öllu
að bora. Margar voru þær ferðirnar
sem börn voru send með túpuna góðu
á milli bæja, ýmist til að fá að láni eða
lána. Þetta var á hinum sælu tímum
samhyggju og félagsanda, — áður en
einstaklingshyggja hófst til sveita með
viðeigandi samkeppni og hagvexti. (8)
Þetta blómaskeið brotins leirtaus stóð
ekki lengi, og í hverri sögunni á fætur
annarri lýsir Böðvar því háskalega samfé-
lagi mannlegum sálum sem þróaðist upp
úr því. Með því að setja söguna um
minkinn sem berst til landsins eftir að
erlendur her hefur tekið að sér varnir þess
og sögur úr stríðinu fremst í bókina legg-
ur hann áherslu á að i hersetu liggja rætur
meinsins. Hinar ýmislegu afleiðingar
koma svo fram í sögunum á eftir.
Baráttuleikir konunnar i Hvað gagnar
að biðja Guðbein og systkina hennar fyrir
réttlætinu slævast og sofna út af þegar þau
fara að góna ofan í holuna í bílskúrsgólfi
prestsins, sem gæti m.a. verið tákn fyrir
kanasjónvarpið. Mannkynslausnarinn sér
að sauðirnir hans hafa selt sálu sína fyrir
vöru, en hann áttar sig ekki á því i trúar-
ofsa sínum að djöfullinn er í þessu tilviki
stríðsgróðinn sem umhverfir fólki og
heimtar meira framboð og krefst meiri
eftirspurnar. Smábraskarinn í Partisögu
hefur selt ættaróðal sitt fyrir peninga,
svikið landið og sett aurana í heildsölu,
enda hefur hann unnið hjá hernum:
/.../ við bræður fengum allir vinnu í
lengri eða skemmri tíma á beisnum
kringum tvítugsaldurinn. Dvölin á
beisnum kom ekki bara undir mann
fótunum fjárhagslega, hún kom lika
fýrir mann vitinu. (88)
Með talsverðri fyrirhöfn kemst hann að
stórfelldum fjársvikamálum frænda síns
eftir að honum hefur verið sparkað út úr
bisnisnum, en sál hans er löngu seld fyrir
lítið og hann er auðkeyptur til að þegja
yfir öllu saman.
Þetta er þá orðið um okkar starf i sjö
hundruð sumur. En er hvergi glæta fram-
undan? Varla.
502