Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 14
Tímarit Máls og menningar
um frá kristilega háskólanum í Lignan sem önnuðust rannsóknir varð-
andi þennan iðnað. Ungur sérfræðingur var á förum til Shungtek, silki-
héraðsins, í sex vikna eftirlitsferð. Ég fór með honum á skrifstofu Silki-
samsteypu Kantonborgar þar sem hann þrætti við tortrygginn embætt-
ismann fyrirtækisins og fékk því framgengt að okkur var gefið leyfi til að
ferðast á einu af gufuskipum samsteypunnar inn á svæði þar sem
milljónir sveitafólks strituðu. Þar höfðu milljónamæringar suðurhafa
reist margar stórar spunastöðvar þar sem silkiþræðirnir voru raktir af
púpunum; þar unnu eintómar ungar konur.
Daginn eftir steig ég um borð í fljótaskip ásamt sérfræðingnum unga.
Milli tuttugu og þrjátíu kaupmenn samsteypunnar voru einu farþegarnir
auk okkar. Verkefni þeirra var að ferðast milli bændanna og bjóða í
óunnið silki. Skipin voru brynvarin og búin vélbyssum til að vernda
kaupmennina fyrir stigamönnum. Eg komst að því síðar að þessir
„stigamenn“ voru bændur sem lögðust út á þjóðvegina hluta úr ári til að
hafa í sig og á.
Einhvern tíma reiknaði ég út að ef þessir „stigamenn“ hefðu ráðist á og
hertekið skipið okkar hefðu þeir átt nægar matarbirgðir handa heilu þorpi
mánuðum saman. Á máltíðum grúfðu kaupmennirnir sig yfir diskana og
átu kynstrin öll og fleygðu kjúklingabeinum á gólfið. Þeir töluðu um
silki, peninga, markaði og hvað fyrirtæki þeirra væru að tapa miklu. Rétt
var það, silkiiðnaðurinn barðist fyrir lífi sínu, en ef fórnir voru færðar
voru þær ekki teknar af holdum þessara manna.
Hinn ungi fylgdarmaður minn umgekkst þessa menn með óttabland-
inni lotningu, en þegar hann talaði um sveitafólkið eða spunastúlkurnar
var fjandskapar- og fyrirlitningarhreimur í rödd hans. Einkum virtist
hann hafa sérstaka óbeit á þessum þúsundum spunakvenna, og það tók
mig langan tíma að komast að ástæðunni. Hann sagði mér að þessar
stúlkur væru alræmdar um allt Kína sem lesbíur. Þær neituðu að giftast,
og ef fjölskyldurnar þröngvuðu þeim til þess mútuðu þær bara eigin-
mönnunum með hluta launa sinna og teldu þá á að fá sér hjákonur. Það
lengsta sem slík stúlka gæti gengið væri að ala einn son, síðan sneri hún
aftur í verksmiðjuna og aftæki að búa lengur með eiginmanni sínum.
Ríkisstjórnin væri nýbúin að gefa út lög þar sem konum væri bannað að
388