Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 99
Skálmarþáttur í Landnámu
frásögnum er leiðsögudýrið talið hafa gefið stað nafn (Skálmarkelda og Skálm-
ames: Boecia) og er þar um augljósa lærðra manna skýringu (eða alþýðuskýr-
ingu) að ræða.
Snorra Sturlusyni og öðrum íslenzkum skólapiltum á tólftu og þrettándu öld
var engin gríska kennd, og er því ekki ástæða til að gera því skóna, að þeir hafi
kynnzt sögunni af Cadmus og öðrum slíkum á frummálinu. Þeir lærðu þessi
fræði á ktínu eða íslenzku, þeim tveim tungum sem tíðkuðust á íslenzkum
menntasetrum fram yfir siðaskipd. Um sígildar bókmenntir Rómverja horfir
öðruvísi við, enda má það heita sennilegt, að kynni Islendinga af verkum
Hórasar, Virgils og Óviðs hafi byrjað á námsbekk. Hér á landi eins og raunar átti
sér stað annars staðar um álfuna voru bækur eftir þessa klassísku höfunda
notaðar við kennslu; auk þess hafa menn hnýst i ýmiss konar latnesk rit fyrir
forvitni sakir, eins og sagt er um skólapiltinn Klæng Þorsteinsson, síðar biskup
i Skálhold (1152—76), að ungur prestlingur las hann mansöngva Óviðs, sem
Jón helgi bannaði honum að lesa, „og kallaði þó hverjum manni mundi ærið
höfugt að gæta sín við líkamlegri munúð og rangri ást, þó að hann kveikti eigi
upp hug sinn til þess með né einum siðum eða þess konar kvæðum“, eins og
segir í Jóns sögu helga. En eitt af stórvirkjum latneskra fornbókmennta,
Eneasarkviða Virgils, hefur vafalaust haft engu ómerkari áhrif á bókmenntir
vorar en afmorskvæði Óviðs. Kafli úr Eneasarkviðu er rakinn í öðrum þætti
Breta sagna og hljóðar á þessa lund:
Nú fer Eneas þar til er hann kemur til Ítalíalands og tók þar land sem nú
fellur Típur í sjó. Þá var honum vitrað, að hann skyldi hafa frið við
Evandrum konung: „Hann ríkir þar er þú skalt setja borg. Sú verður
höfuðborg alls Ítalíalands, því að þú skalt eiga allt Ítalíaríki, og að þú trúir
þessu, þá gef ég þér þetta teikn: Svá sem þú ferð veg þinn, þá muntu finna
undir einu tré, því er ilex heitir, hvíta gylti með þrjátíu grísum alhvítum,
og í þeim stað skaltu borg reisa og skaltu kalla Albansborg.“ Þetta fer allt
fram eftir því sem nú var sagt, og Eneas reisir borg í þessum stað, sem
honum var fyrir sagt. . .7
Hér höfum við annað klassískt dæmi um landnám og leiðbeiningu dýrs; eins
og í ævintýri Cadmusar og Landnámu tekur staður heiti af dýrinu: Albansborg
7 Hauksbók, útg. Finnur Jónsson (Kaupmannahöfn 1892—96), 233. bls. Skáldinu þótti mikil-
vægt aö vandaÖ væri til staðarvals, því að Albansborg (Alba longa) stóð þar sem nú heitir
Rómaborg.
473