Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 107
Hans Scherfig Hr. Ejby leikfimiskennari á sér eigið jólagaman. Hann teiknar stóran hring með krít á gólfið í leikfimisalnum. Og svo eiga allir drengirnir að fara inn í hringinn og reyna að hrinda hver öðrum út fyrir. Sá sem verður einn eftir hefur unnið. Þetta verða dómadags slagsmál og hr. Ejby öskrar af hlátri og hvetur bardaga- seggina til dáða. (...) Þeir varkárustu láta ýta sér út úr hringnum nokkuð snemma. En að síðustu eru nokkrir þrákálfar eftir sem veltast um á gólfinu hver ofan á öðrum og slást og stimpast. Þetta er litla einka skylmingaþrælasýningin hans hr. Ejby. Táknrænn leikur. Ekki án samhengis við stefnu og viðleitni skólans og þarfir þjóðfélagsins (99—100). Hlutverk skólans er að gera nemendurna færa um að stjórna lífi annarra úr trúnaðarstöðum sínum í þjónustu ríkisins. Þegar stúdentarnir hittast 25 árum seinna kemur í ljós að samband þeirra við líf almennings hefur algerlega rofnað. Afstaða þeirra til annarra mótast af andlegum hroka og stéttarfordómum. Næstum allir viðstaddir herramenn hafa við einstaka tækifæri komist í snertingu við þennan mikla fjölda af undarlegum, frumstæðum einstaklingum. Lágstétt- ina. Hinn óskiljanlega múg. Fólk sem vill nú einu sinni ekki hafa hlutina öðruvísi (38). Scherfig tekst á sinn undirfurðulega og kaldhæðnislega hátt að koma þvi til skila hvernig „stefna og viðleitni skólans" hefur náð tilætluðum árangri. Kerfið hefur skapað hóp af skylduræknum og samviskusömum kúgurum úr skóla- piltunum. Eða með orðum nemendanna sjálfra í stúdentaveislunni: Undir verndarvæng skólans þroskuðumst við og mótuðumst svo við mættum verða trúir og dyggir þjónar þessa lands sem við elskum allir, Danmerkur. Þar lærðum við reglusemi og aga og hlýðni; þvi án þessa fær ekkert þjóðfélag staðist og ekkert siðgæ'ði þrifist. Þar lærðum við að hafa kröfur sæmdarinnar og boð skyldunnar að leiðarljósi. (43) Höfundinum tekst að sýna sambandið milli lokaðs heims skólans og þjóðfé- lagsins með því að byggja skáldsöguna á andstæðunni milli fortiðar og nútíðar. Á báðum stöðum er gerður mannamunur, á báðum stöðum eru kúgarar og kúgaðir, yfirsátar og undirsátar. Þó vaknar sú spurning hvort ákafi Scherfigs í að gagnrýna skólann sem stofnun gefi ekki ranga mynd af því þjóðfélagi sem skólinn starfar í. Frá marxísku sjónarhorni hlýtur að vera sanngjarnt að krefjast þess af framsæknum rithöfundi að hann brjóti skarð í hugmyndir frjálshyggjustefnunnar um þjóð- TMM 31 481
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.