Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 5
Ádrepur
Um þetta hefti
Tímaritið er þessu sinni að hluta helgað Kína og þróun mála þar eftir dauða
Maós formanns. Þar hefur orðið grundvallarstefnubreyting með undarlega
skjótum hætti á síðustu missirum og sér ekki fyrir endann á. Meginuppistaða
umfjöllunarinnar hér er að sjálfsögðu ritgerð Bettelheims sem okkur þykir
ómetanlegur fengur að. í kjölfari hennar fljóta tvær vettvangslýsingar óskyldar
og frá mjög mismunandi tímum, önnur löngu fyrir byltingu, hin rúmlega
ársgömul.
Þetta er fyrsta hefti Tímaritsins sem unnið er á filmusetningarvélum þar sem
hin göfuga blýprentlist virðist vera að líða undir lok. Hvimleiðar prentvillur í
síðasta hefti, sumar upp taldar í þessu, eru að hluta sprottnar af þessu millibils-
ástandi, en óafsakanlegar samt.
Þ.H.
Magnús Kjartansson:
Mannúð eða matarvon?
Enginn staður á heimskringlunni hefur orðið að þola jafn ógnarlegar hremm-
ingar og landsvæði i sunnanverðri Austurasíu sem lengi var kallað Indókína.
Ibúarnir urðu að lúta grimmilegri franskri nýlendustjórn í næstum því heila öld
en höfðu í lok síðustu heimsstyrjaldar leyst sig sjálfir og lýst yfir fullveldi.
Vesturveldin og rússar tóku ekkert mark á þeirri atburðarás, heldur voru erlend
hemámslið send inn í Indókína, fyrst bretar og kínverjar, síðar frakkar sem
einsettu sér að endurheimta nýlenduvöld sín. Af innrás frakka hlaust ógnarleg
styrjöld, þar sem einkanlega víetnamar börðust ógleymanlegri hetjubaráttu og
gjörsigruðu nýlenduveldið við Díenbíenfú. Þá skarst mesta herveldi heims,
Bandaríkin, í leikinn og ætlaði að sanna að tortímingartækni væri yfirsterkari
öllum hugsjónum, fýrr skyldi Indókína gert óbyggilegt landsvæði en draumar
um sjálfsákvörðunarrétt rættust. Brátt náði hildarleikurinn til alls Indókína.
1970 stofnuðu Bandaríkin leppstjórn í Kampútsíu og bar leppur þeirra nafnið
379