Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 69
Jðlasaga
þegnum sínum bónus, eigi þeir að fást til að þjóna föðurlandinu og afla
hráefna í löndum sem forfeður þeirra sigruðu með sínum dugnaði og
slægð. Við heimkomuna beið verkamannanna aftur hár skattur og
kannski atvinnuleysi. En í vélinni drukku þeir rólegir í sínu draumarugli
um framtíðina.
Látbragð grænlendinganna var ólíkt. Framkoman einkenndist af
kuldalegum tómleika og þögn. Karlmennirnir horfðu hvorki til hægri né
vinstri að höfðingjasið á leið sinni til að létta af sér áfengi og kók, sem þeir
teyguðu óspart og horfðu minna í féð en njótendur hinnar bónustryggðu
nýlendustefnu.
Þær grænlensku sem höfðu „krækt sér í dana“ voru hins vegar afar
málglaðar. Allar höfðu þegar safnað að sér plastpokasæg undir sætið og
komnar á létta tréklossa og í prjónaskokk, eflaust orðnar róttækar í
hugsun og sýsluðu hendur þeirra í töskum úr ólituðu svínsleðri. Ein-
kennin voru sömu og afkomendur „lýðveldiskynslóðarinnar íslensku“
bera, hinir nýdönsku íslendingar sem eru óðar að breyta Reykjavík aftur í
hálfdanskan bæ, eða gera hana öllu heldur að dæmigerðu úthverfi í borg
á Jótlandi.
Ymislegt er sameiginlegt með nýlendubúa og fulltrúa nýlenduveldis.
Báðir eru í senn þeir sjálfir og sjálfum sér framandi. A sérkennilegan hátt
hefur tilfinningalíf beggja fest rætur í eyðandi flökti mótsagna. Slík
tilfmning svimans hverfur ekki þótt þjóðir hljóti sjálfstæði. Sviminn
gengur í arf til kynslóðanna og laumast upp á yfirborðið í athöfn þegar
minnst varir. Hvern hefði grunað á veltiárunum eftir stríð, þegar banda-
rísk hermannamenning flæddi um ísland og Reykjavík líktist úthverfi í
bæ í villta vestrinu, að barnabörn hinna nýríku ameríkusinna ættu eftir að
breyta Reykjavík aftur, nú í danskt úthverfi, ekki óáþekkt því sem bærinn
var á dögum hinnar hálf-dönsku langömmu, en bara snyrtilegra og laust
við kolareyk og bjór?
Hér fara saman erfðir og efnahagsmál: óðar en dollarar bandaríkjahers
hætta að lyfta íslenskum efnahag og við þurfum „að standa á eigin
fótum“, þá drífur hin menntaða íslenska æska sig í danska tréklossa og
krefst þess að hver heilvita maður hugsi á sama hátt og námsmenn hugsa
á heimavist í dönskum háskóla.
443