Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 32
Tímarit Máls og menningar tækja“ á verslunarskólum í Bandaríkjunum. Hugmyndir núverandi ráðamanna í Kína stangast á við hugmyndir Maos og menningarbyltingarinnar þar sem þeir segja að vísindi og tækni séu, eins og framleiðsluöflin, „hlutlaus". Sú hugmynd að til sé bæði kapítalísk og sósíalísk þróun framleiðsluaflanna og að aðeins hin siðarnefnda efli vald verkalýðsins yfir framleiðslutækjunum er horfin eins og dögg fyrir sólu. Nú er einungis talað um almenna þróun framleiðsluaflanna. Þetta er nátengt þeirri kenningu að þar sem „sósíalískt kerfi“ sé fyrir hendi hljóti allt sem efli „efnahagsgrundvöll" þess jafnframt að efla sósíalismann. í heild sinni má segja að stefna kínversku flokksforystunnar einkennist af samblandi af þröngsýnni reynsluhyggju og hugmyndafræðilegri kreddutrú. Kreddutrúin sést m.a. á þeim tilraunum sem gerðar eru til þess að lýsa því yfir að ýmis grund- vallarvandamál séu endanlega leyst — og þar með tekin út af dagskrá. Þannig hefur því verið lýst yfir að Mao hafi „skapað hina fullkomnu og algildu kenningu um framhald byltingarinnar undir alræði öreigastéttarinnar“ (Wu Kiang,_/i?»-tw/«Jib-pao, 17. sept. 1977). Þegar sagt er að kenning sé fulikomin er átt við að ekki þurfi að ræða hana lengur og að öll frekari rannsókn á þessu sviði sé villa. Þar með er búið að gelda kenninguna, og ef kenning hættir að þróast fram á við mun hún brátt hverfa í skuggann. Þannig má segja að núverandi valdhafar noti kenningar Maos gegn honum sjálfum. Hugmyndir Wu Kiangs eru í litlu frábrugðnar hugmyndum Lin Piao um „endanlegan sannleika hugs- unar Mao Tse-tung“. Við sjáum því að hvert sem litið er í Kína í dag er um stórt stökk afturábak að ræða. Stóra spurningin er hvernig þetta gat gerst, því svarið við henni varðar bæði daginn í dag og framtíðina. Þekking okkar á þessum atburðum er ekki nægileg til þess að endanlegt svar geti fengist, en engu að síður skulum við freista þess að grafast fyrir um þó ekki væri nema brot af orsökum ósigursins. Pólitískar forsendur fyrir ósigri byltingaraflanna eftir lát Mao Tse-tung Sú pólitíska stefna, sem ríkti á dögum menningarbyltingarinnar var ekki einvörðungu framkvæmd á stefnu flokksforystunnar og formannsins. Ríkjandi stjórnmálastefna byggir alltaf fyrst og fremst á þeim þjóðfélagsöflum sem bera hana uppi. Til þess að skilgreina þær flóknu félagslegu forsendur, sem báru menningarbyltinguna uppi, þyrfti margbrotna þjóðfélagsgreiningu sem ekki er möguleg sem stendur. Slík greining mundi sýna okkur hvaða þjóðfélagsöfl það í rauninni voru sem báru uppi þá stefnu sem kölluð var stefna Maos formanns. 406
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.