Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 17
Silkiverkafólk grófina var rauðum þræði margofið utan um fléttuna þannig að hann myndaði tveggja til þriggja þumlunga breiðan borða í dásamlegri, geisl- andi litadýrð. Eg starði hugfangin á þær þar sem þær streymdu í löngum röðum yfir bogmyndaða síkisbrúna og framhjá hofinu og fannst ég aldrei hafa séð glæsilegri konur. Eg bað hinn unga fylgdarmann minn að túlka fyrir mig, en hann aftók það og sagðist ekki skilja mállýsku þeirra. Honum gramdist svo mjög að hann stóð upp og gekk í átt til borgarinnar. Þegar hann var farinn gekk ég niður þrepin. Hópur stúlkna þyrptist í kringum mig og störðu á mig. Ég bauð þeim maltbrjóstsykur sem ég hafði á mér. Það glampaði á skínandi hvítar tennur og upphrópanir hljómuðu á hvellri, framandlegri mállýsku. Þær tóku við brjóstsykrinum og stungu honum upp í sig og fóru síðan að athuga fötin mín og störðu á hár mitt og augu. Eg gerði eins við þær, og innan skamms hlógum við hver framan í aðra. Tvær þeirra tóku undir handleggi mína og leiddu mig niður eftir steinlögðu strætinu. Hinar fylgdu á eftir með glaðværu skvaldri. Við komum inn á heimili einnar stúlkunnar þar sem fyrir voru faðir hennar og móðir og tveir stóreygir yngri bræður. Að baki þeirra var þessi litla stofa þegar troðfull af öðrum stúlkum og forvitnum nágrönnum. Kerti logaði á miðju ferhyrndu borði, kringum það voru bekkir, allir þett setnir. Mér var boðið heiðurssæti og færður tebolli samkvæmt siðvenju. Síðan hófst einkennilegt samtal. Jafnvel þótt ég hefði kunnað mand- arín-mállýsku til fullrar hlítar hefði ég ekki getað skilið þessar stúlkur, því mállýska þeirra var ólík öllum öðrum mállýskum í landinu. Ég hafði lært kínversku af miklu kappi í Mansjúríu, Peking og Shanghai, en ég var ekki fyrr sest á skólabekk en ég þurfti að ferðast á nýjar slóðir þar sem fyrra nám var nánast einskis virði. Shanghai hafði sína eigin mállýsku og það sem ég hafði lært þar vakti hlátur í Peking og skildist alls ekki þarna syðra. Það voru bara trúboðar og opinberir sendifulltrúar sem gátu leyft sér að eyða heilu ári í Málaskóla Pekingborgar. Blaðamenn urðu að vera á sífelldu ferðalagi milli staða. Ég talaði þess vegna við spunastúlkurnar á merkjamáli. Átti ég einhver börn, spurðu þær og bentu á börnin. Nei? Ekki gift heldur? Þær virtust 391
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.