Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 17
Silkiverkafólk
grófina var rauðum þræði margofið utan um fléttuna þannig að hann
myndaði tveggja til þriggja þumlunga breiðan borða í dásamlegri, geisl-
andi litadýrð.
Eg starði hugfangin á þær þar sem þær streymdu í löngum röðum yfir
bogmyndaða síkisbrúna og framhjá hofinu og fannst ég aldrei hafa séð
glæsilegri konur.
Eg bað hinn unga fylgdarmann minn að túlka fyrir mig, en hann aftók
það og sagðist ekki skilja mállýsku þeirra. Honum gramdist svo mjög að
hann stóð upp og gekk í átt til borgarinnar. Þegar hann var farinn gekk ég
niður þrepin. Hópur stúlkna þyrptist í kringum mig og störðu á mig. Ég
bauð þeim maltbrjóstsykur sem ég hafði á mér. Það glampaði á skínandi
hvítar tennur og upphrópanir hljómuðu á hvellri, framandlegri mállýsku.
Þær tóku við brjóstsykrinum og stungu honum upp í sig og fóru síðan að
athuga fötin mín og störðu á hár mitt og augu. Eg gerði eins við þær, og
innan skamms hlógum við hver framan í aðra.
Tvær þeirra tóku undir handleggi mína og leiddu mig niður eftir
steinlögðu strætinu. Hinar fylgdu á eftir með glaðværu skvaldri. Við
komum inn á heimili einnar stúlkunnar þar sem fyrir voru faðir hennar
og móðir og tveir stóreygir yngri bræður. Að baki þeirra var þessi litla
stofa þegar troðfull af öðrum stúlkum og forvitnum nágrönnum. Kerti
logaði á miðju ferhyrndu borði, kringum það voru bekkir, allir þett
setnir. Mér var boðið heiðurssæti og færður tebolli samkvæmt siðvenju.
Síðan hófst einkennilegt samtal. Jafnvel þótt ég hefði kunnað mand-
arín-mállýsku til fullrar hlítar hefði ég ekki getað skilið þessar stúlkur, því
mállýska þeirra var ólík öllum öðrum mállýskum í landinu. Ég hafði lært
kínversku af miklu kappi í Mansjúríu, Peking og Shanghai, en ég var ekki
fyrr sest á skólabekk en ég þurfti að ferðast á nýjar slóðir þar sem fyrra
nám var nánast einskis virði. Shanghai hafði sína eigin mállýsku og það
sem ég hafði lært þar vakti hlátur í Peking og skildist alls ekki þarna
syðra. Það voru bara trúboðar og opinberir sendifulltrúar sem gátu leyft
sér að eyða heilu ári í Málaskóla Pekingborgar. Blaðamenn urðu að vera á
sífelldu ferðalagi milli staða.
Ég talaði þess vegna við spunastúlkurnar á merkjamáli. Átti ég einhver
börn, spurðu þær og bentu á börnin. Nei? Ekki gift heldur? Þær virtust
391