Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 127
Umsagnir um bœkur
eins og sú fyndni sé fremur til að draga úr
viðkvæmninni en voninni.
Höf. er hins vegar lítill hlátur i hug í
næstu sögu, Hagnýti stríðs og óvinaflugvéla,
sem er bernskuminning um annað strið.
Erlendir hermenn koma upp í afdali,
kunna sig ekki og haga sér flflslega.
Höfundur bregður upp svipmyndum af
kynnum sínum af hernáminu, dregur
fram muninn á bretum og könum og segir
lifandi smásögur af atvikum og einstakl-
ingum. Svo þjappast frásögnin á haustdegi
1944, þegar striðið fær á sig annan og
óhugnanlegri svip: Við megum ekki
gleyma því í fyndnum og fjörugum
minningum að þetta strið var ógeðslegt
enda rekið af peningamönnum sem var
alveg sama um fólk en vildu selja hergögn.
Þau hergögn þarf líka að nota uppi i
Borgarfirði, til þess eru þau þar, og menn
nota tækifærið þegar óvinaflugvél flýgur
yfir. Ohugnaðurinn tekur á sig fáránlega
mynd þegar hersveitirnar flykkjast inn á
heiðar eftir þessari einu flugvél sem þar að
auki er hröpuð — og þurfa meira að segja
að drekka í sig kjark á leiðinni!
Orlög gestanna af hvaða þjóðerni sem
þeir eru valda manni þó ekki andvöku.
Hins vegar er þarna sagt frá einum bónda
sem verður fyrir vondri reynslu þennan
dag. Sá maður er hluti af umhverfinu og
örlög hans verða lesanda hugstæð.
Vandmeðfarið vopn, írontan
I næstu þrem sögum felur höfundur sig á
bak við frásögn fólks sem er honum óskylt
að skoðunum og upplagi, hann notar
íroníska frásagnaraðferð sem Jakobína
Sigurðardóttir beitir af svo mikilli leikni í
Snörunni. í sögunni Hvað gagnar að biðja
Guðbein er það ringluð kona sem segir frá
furðulegum atvikum sem leiddu til þess
að hún glataði þeim systkinum sem hún
átti að gæta. Það er bernskuminning af
öðru tagi en hinar fyrri, óhugnanleg mar-
tröð sem er sárt að rifja upp enda hefur
sögukona bælt reynsluna i undirvitund-
inni og minningin er óljós og flókin.
Sagan skilar sér því illa til lesanda, einkum
af því hvað aðalpersónan er óglögg.
Vamarraða mannkynslausnara er hins
vegar glögg og hörð frásögn fullorðins
manns fyrir dómstóli, gáfaðs mennta-
manns og vel máli farins, en hugur hans er
þó ekki síður afskræmdur en konunnar
áðan. Persóna hans verður æ skýrari eftir
því sem á liður óhugnanlega frásögn hans,
hann er fanatíker með frelsaratilhneiging-
ar, maður sem vill halda utan um sauði
sina i hjörðinni — umfram allt með góðu,
en illu ef það tekst ekki. Fyrir honum er
það ekkert vafamál að menn eiga að lifa
einföldu lífi og treysta á forsjá hins sterka
einstaklings, og hann er ekki heldur i vafa
um að hann sé sjálfur slikur einstaklingur.
Sögumaður er eins og konan i fyrri sög-
unni blindur á þjóðfélagsmeinin en skilur
allt sínum miðaldalega trúarskilningi. En
þrátt fyrir truflun þessa mannkynsfrelsara
tekst höf. að magna með lesanda undar-
lega samúð með þessum manni sem hefur
látið hetjuhugsjón sína leiða sig svona á
villigötur og þar af leiðir að þessi saga
verður miklu sterkari en sagan um Guð-
bein og hina skuggana í holunni í bílskúr
prestsins.
Partísaga um frændráð er frásaga smá-
braskara, iítils kalls og lítt merkilegs. Per-
sóna hans er mjög trúverðug en vekur
501