Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 104
Tímarit Máls og menningar
staklingur heldur hópur. Frásagnartæknin er í sama dúr þar sem lögö er áhersla
á að lýsa öllum hópnum samtímis. Að vísu fjalla einstaka kaflar aðeins um einn
dreng, en þessir kaflar koma þá hver á fætur öðrum eins og nokkurs konar
kveðju-kynning. Með því að gera hóp en ekki einstakling að viðfangsefni
skáldsögunnar skipar Hans Scherfig sér á bekk með höfundum eins og Hans
Kirk (Fiskimenn 1928, Daglaunamenn 1936, Nýir tímar 1939) og H.C. Branner
{Leikföng 1936). Þó er Vanrœkt vor ekki ákjósanlegasta dæmið um hópsögu því
hópurinn tengist ekki sterkum innbyrðis böndum og á sér ekki sameiginlegan
uppruna og lífskjör. Drengir Scherfigs koma úr mismunandi umhverfi og leiðir
þeirra skiljast um leið og þeir hafa lokið prófi. Þetta hefur í för með sér að enda
þótt drengirnir vinni gegn kúgun skólakerfisins með innbyrðis samstöðu verður
árangurinn eftir sem áður sigur skólans yfir drengjunum sem einstaklingum.
I öðru lagi má líta á skáldsöguna sem glæpasögu því hún felur í sér alla þætti
glæpafléttunnar — glæp og fórnarlamb (latínukennarann) og einnig ódæðis-
mann (einn af nemendunum sem verður meira að segja dómari síðar meir). En
lausn glæpagátunnar hverfur fljótt í skuggann, það er ekki hún sem skiptir
höfundinn meginmáli. Skoðun Hans Scherfigs er sem sé sú að morðinginn hefði
getað verið hvaða nemandi sem var því hver einasti þeirra hafði ástæðu til að
drepa kennarann. Og glæpurinn, uppreisn einstaklingsins gegn kúgun skóla-
kerfisins, er líka verk hópsins því einstaklingurinn er fulltrúi hans. Með lýsingu
skáldsögunnar á skólanum í huga birtist morðið okkur sem eðlileg og
skiljanleg afleiðing. Um leið gerir glæpafléttan bókina spennandi og auðlesna.
I þriðja lagi má kalla Vanrcekt vor lykilskáldsögu. Uppistaðan er sjálfsævi-
söguleg enda hefur höfundurinn aldrei reynt að draga fjöður yfir það. í stað þess
að leyna þeim raunveruleika sem verkið er sprottið úr hefur hann gert hann
kunnuglegan án þess hann takmarki um leið sjóndeildarhring og gagnrýni
verksins við þann skóla einan sem hann gekk sjálfur í. Annað gerir söguna að
lykilsögu, lýsingarnar á kennurunum sem eru oft skemmtilegar og vel unnar.
Það var einkum sá þáttur bókarinnar sem vakti athygli þegar hún kom út.
Scherfig var harðlega gagnrýndur fyrir að hafa gert fólk að athlægi sem enn var
ofar moldu.
Loks má í fjórða lagi lesa söguna sem þróunarskáldsögu ef hún er borin
saman við Fulltrúann sem bvarf sem kom út tveimur árum áður. Tengslin milli
þessara bóka em þau að aðalpersónan í annarri, Teodór Amsted, horfni
fulltrúinn í hermálaráðuneytinu, er einn þeirra drengja sem Scherfig lýsir í
Vanrœktu vori. Að því frátöldu að skáldsagan um fulltrúann er sögð sem saga
einnar manneskju en „Vorið“ er hópsaga má setja þessar tvær bækur undir sama
478