Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 122
Tímarit Máls og menningar
Álcvað nefndin á þessum fundi að senda málið Stefáni Gunnlaugssyni, sýslu-
manni Borgarfjarðarsýslu, til rannsóknar.
Hinn 1. mars 1830 var málið enn á dagskrá nefndarinnar og hafði hún þá auk
svarbréfs Magnúsar og tilskrifs Stefáns Gunnlaugssonar um málið aflað sér
„vitnisburðarskírteina“ frá leiguliðum Magnúsar á Akranesi, en frá þeim jörð-
um er þeir sátu voru bátarnir gerðir út. Eftir umræðu um málið var ákveðið að
senda það til úrskurðar amtsyfirvalda.
Á fundi nefndarinnar 31. mars 1830 var lagt fram bréf frá amtmanni, dagsett
27. s.m., þar sem nefndinni er tjáð
at konfcrentsráð M. Stephcnscn hafi privatim (viö sig) sagt sig viljugann til að borga i
þessa hrepps og kaupstaöar fátækra-sjóð fátækratiund af þeim bátum, sem fyrir hann og
sem hans eign hafa árit 1828 geingit til fiskjar á Akranesi."
Magnús virðist þegar hafa játað sök sína í þessu efni, og þó skattsvik hafi ekki
síður verið litin alvarlegum augum á þessum tíma en í dag tók nefndin fremur
vægt á málinu. Hlýtur skýring þess að vera sú, að fullsannað hafi þótt að
Magnúsi hafi orðið á mistök er stöfuðu af þeim skilningi hans að bátaeign hans
á Akranesi væri ekki tíundarskyld í Reykjavík. Nam upphæðin og ekki nema 12
fiskum á landsvísu (kýrverð reiknaðist til 240 fiska) og var bundin við þetta eina
ár, 1828. Má þvi vera að nefndin hafi ekki viljað leggja út í málaferli við æðsta
handhafa dómsvalds hér á landi, sem auk þess var orðinn 67 ára gamall, þegar
ekki var um umfangsmeiri tíundarsvik að ræða. Tók nefndin því þá afstöðu að
taka tilboði Magnúsar um greiðslu tíundar af útgerð hans á Akranesi fyrir árið
1828, fremur en „að láta þetta málefni gánga víðara“.
Með þessum málalokum var endir bundinn á árekstra Magnúsar og fátækra-
nefndarinnar. Er athyglisvert að nefndin átti ekki, a.m.k. fram til 1847, í deilum
við aðra embættismenn vegna mála er snertu þá sjálfa.
Magnús Stephensen andaðisi 1833.
496