Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Síða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Síða 122
Tímarit Máls og menningar Álcvað nefndin á þessum fundi að senda málið Stefáni Gunnlaugssyni, sýslu- manni Borgarfjarðarsýslu, til rannsóknar. Hinn 1. mars 1830 var málið enn á dagskrá nefndarinnar og hafði hún þá auk svarbréfs Magnúsar og tilskrifs Stefáns Gunnlaugssonar um málið aflað sér „vitnisburðarskírteina“ frá leiguliðum Magnúsar á Akranesi, en frá þeim jörð- um er þeir sátu voru bátarnir gerðir út. Eftir umræðu um málið var ákveðið að senda það til úrskurðar amtsyfirvalda. Á fundi nefndarinnar 31. mars 1830 var lagt fram bréf frá amtmanni, dagsett 27. s.m., þar sem nefndinni er tjáð at konfcrentsráð M. Stephcnscn hafi privatim (viö sig) sagt sig viljugann til að borga i þessa hrepps og kaupstaöar fátækra-sjóð fátækratiund af þeim bátum, sem fyrir hann og sem hans eign hafa árit 1828 geingit til fiskjar á Akranesi." Magnús virðist þegar hafa játað sök sína í þessu efni, og þó skattsvik hafi ekki síður verið litin alvarlegum augum á þessum tíma en í dag tók nefndin fremur vægt á málinu. Hlýtur skýring þess að vera sú, að fullsannað hafi þótt að Magnúsi hafi orðið á mistök er stöfuðu af þeim skilningi hans að bátaeign hans á Akranesi væri ekki tíundarskyld í Reykjavík. Nam upphæðin og ekki nema 12 fiskum á landsvísu (kýrverð reiknaðist til 240 fiska) og var bundin við þetta eina ár, 1828. Má þvi vera að nefndin hafi ekki viljað leggja út í málaferli við æðsta handhafa dómsvalds hér á landi, sem auk þess var orðinn 67 ára gamall, þegar ekki var um umfangsmeiri tíundarsvik að ræða. Tók nefndin því þá afstöðu að taka tilboði Magnúsar um greiðslu tíundar af útgerð hans á Akranesi fyrir árið 1828, fremur en „að láta þetta málefni gánga víðara“. Með þessum málalokum var endir bundinn á árekstra Magnúsar og fátækra- nefndarinnar. Er athyglisvert að nefndin átti ekki, a.m.k. fram til 1847, í deilum við aðra embættismenn vegna mála er snertu þá sjálfa. Magnús Stephensen andaðisi 1833. 496
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.