Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 88
Tímarit Máls og menningar Að morgni hins 9. desember árið 1874 klukkan 10 og hálf mátti heyra bumbuslagara ganga um götur Reykjavíkur og auglýsa uppboð þá sam- dægurs klukkan 11 á eftirlátnum munum Sigurðar Guðmundssonar málara. Uppboðið stendur til hádegis, hefst aftur klukkan fjögur og þar eru seld 275 númer sem innihalda fyrrgreinda uppskrifaða muni og auk þess: pils og skyrta, skór, 5 koffort, 2 stjakar, treyja og kventreyja, þrennir sokkar, 2 treflar, 2 skýrtur, tvennar buxur, hattur, klútur og fleira rusl sem bæst hefur við síðan lögreglumennirnir skrifuðu upp. Matsverð þeirra muna sem skrifaðir voru upp reynist 83 ríkisdölum of lágt. Þeir munir seljast á 300 ríkisdali rétt tæpa, viðbótin á tæpa 15 ríkisdali. Margt er áhugavert í uppboðsgögnunum. Koparstungumynd- irnar reynast vera eftir Van Dyck og Rembrandt, þær seljast á rúman ríkisdal hvor um sig. Aðra þeirra kaupir Landfógetinn en Böðvar Þor- valdsson hina. En það allt er of langt að telja hér. Það líður enn ár þar til endanlega er gengið frá skiptum á veraldareig- um þessa fyrsta atvinnulistamanns okkar á nútímavísu. Gögnin um þau skipti færa okkur fleiri staðreyndir í mynd Sigurðar. í skiptabók Reykjavíkur stendur: Ár 1875 hinn 20. október var skiptaréttur Reykjavíkur kaupstaðar settur og haldinn í skrifstofu bæjarfógeta af hinum reglulega skiptaráðanda, bæjarfógeta L.G. Sveinbjörnsson með undirskrifuðum vottum. Var þá tekið til skipta bú Sigurðar heitins málara Guðmundssonar, er andaðist 7. september 1874. Erfingjar í búi þessu eru: 1. Steinunn Pétursdóttir á Hofstöðum, móðir hins látna 2. Pjetur prestur Guðmundsson í Grímsey 3. Gypt kona Rannveig Guðmundsdóttir á Ytri-Hofstöðum 4. Guðmundur Pétursson á Hofdölum, sonur Ingibjargar heit., alsystur hins látna, myndugur. Bú þetta var uppskrifað og virt hinn 8. sept. f.á. Uppskriftargjörðin leggst fram svohljóðandi. Hinn 9- des. f.á. var mestallt búið selt á uppboði; en nokkra muni sem ekki voru seldir tók stud. H. Briem og hafði hann til þess umboð af hendi erfingjanna. Uppboðsgjörðin leggst einnig fram, og er hún svohljóðandi: 462
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.