Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 42
Soren C/ausen Skipsferð niður Yangtze Kiang Þeim sem er í Chongqing í Vestur-Kína (í Sichuan-héraði) og ætlar til Wuhan í Mið-Kína stendur bara ein skynsamleg ferðaleið til boða: með fljótaferjunni. Chongqing, sem var höfuðborg Kina um tíma í seinni heimsstyrjöldinni, tengist hinni gríðarlegu iðnaðarborg Wuhan með Yangtze Kiang, fljótinu stóra, en nafn þess er einfaldlega Sonur hafsins. Skipsferðin tekur skamman tíma, enda undan straumi, 2000 km eru farnir á 2Vi sólarhring eða rúmlega það eftir því hvað straumur er mikill. Upp eftir, þ.e. í vesturátt, tekur ferðin a.m.k. tvisvar sinnum lengri tíma. Straumhraðinn stafar af því að á þessu svæði streymir risafljótið af hálendinu í Austur-Sichuan niður á Hubei-sléttuna. Straumurinn er sérlega stríður í hinum frægu fjallagiljum Yangtze. Þau eru ein tilkomumestu náttúrufyrirbrigði í Kína. Það er nýbúið að opna útlendingum þessa ferjuleið. Hún var lokuð í mörg ár vegna kröftugra eftirkasta menningarbyltingarinnar í Sichuan-héraði. Stöðug átök milli andstæðra fylkinga gerðu ástandið í borgum héraðsins ótryggt, en nú er búið að opna glufu í dyrnar. Ferjan er nr. 48, en hún heitir líka „Austrið er rautt“ eins og allar ferjur í Kína. Eg er nýbúinn að fara niður og líta á vélina sem sendir frá sér titring gegnum allt skipið svo að tebollinn minn dansar á borðinu. Allt umhverfis vélarrúmið, í óþolandi hita og hávaða, eru svefnklefar á 5. farrými, tvö stór herbergi með mörgum kojum og litlu gólfrými. Ferjan er fljótandi stéttasamfélag á fimm hæðum með fimm farrýmum, óreglu- legt völundarhús af stigum og göngum. Hvert farrými hefur eigin salerni, baðherbergi, útsýnisstaði, matsali o.s.frv., allt við hæfi hverrar stéttar. Þetta er kínverskt þjóðfélag í hnotskurn. Neðst, kringum vélarrúmið, búa bændurnir; menn hrækja á gólfið og hvítkál liggur í haugum í öllum hornum. Þar fýrir ofan er heil hæð þar sem búa verkamenn og lágt settir embættismenn, fjölskyldur með börn. Hér hrækja menn í þar til ætlaðar fötur ef þær eru innan seilingar og borða brjóstsykur. Á þriðja farrými er 416
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.