Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Qupperneq 42
Soren C/ausen
Skipsferð niður Yangtze Kiang
Þeim sem er í Chongqing í Vestur-Kína (í Sichuan-héraði) og ætlar til
Wuhan í Mið-Kína stendur bara ein skynsamleg ferðaleið til boða: með
fljótaferjunni. Chongqing, sem var höfuðborg Kina um tíma í seinni
heimsstyrjöldinni, tengist hinni gríðarlegu iðnaðarborg Wuhan með
Yangtze Kiang, fljótinu stóra, en nafn þess er einfaldlega Sonur hafsins.
Skipsferðin tekur skamman tíma, enda undan straumi, 2000 km eru farnir
á 2Vi sólarhring eða rúmlega það eftir því hvað straumur er mikill. Upp
eftir, þ.e. í vesturátt, tekur ferðin a.m.k. tvisvar sinnum lengri tíma.
Straumhraðinn stafar af því að á þessu svæði streymir risafljótið af
hálendinu í Austur-Sichuan niður á Hubei-sléttuna.
Straumurinn er sérlega stríður í hinum frægu fjallagiljum Yangtze.
Þau eru ein tilkomumestu náttúrufyrirbrigði í Kína. Það er nýbúið að
opna útlendingum þessa ferjuleið. Hún var lokuð í mörg ár vegna
kröftugra eftirkasta menningarbyltingarinnar í Sichuan-héraði. Stöðug
átök milli andstæðra fylkinga gerðu ástandið í borgum héraðsins ótryggt,
en nú er búið að opna glufu í dyrnar.
Ferjan er nr. 48, en hún heitir líka „Austrið er rautt“ eins og allar ferjur
í Kína. Eg er nýbúinn að fara niður og líta á vélina sem sendir frá sér
titring gegnum allt skipið svo að tebollinn minn dansar á borðinu. Allt
umhverfis vélarrúmið, í óþolandi hita og hávaða, eru svefnklefar á 5.
farrými, tvö stór herbergi með mörgum kojum og litlu gólfrými. Ferjan
er fljótandi stéttasamfélag á fimm hæðum með fimm farrýmum, óreglu-
legt völundarhús af stigum og göngum. Hvert farrými hefur eigin salerni,
baðherbergi, útsýnisstaði, matsali o.s.frv., allt við hæfi hverrar stéttar.
Þetta er kínverskt þjóðfélag í hnotskurn. Neðst, kringum vélarrúmið,
búa bændurnir; menn hrækja á gólfið og hvítkál liggur í haugum í öllum
hornum. Þar fýrir ofan er heil hæð þar sem búa verkamenn og lágt settir
embættismenn, fjölskyldur með börn. Hér hrækja menn í þar til ætlaðar
fötur ef þær eru innan seilingar og borða brjóstsykur. Á þriðja farrými er
416