Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 103
Vanrœkt vor
Hans Scherfig
Hans Scherfig varð fyrst verulega vinsæll eftir að skáldsagan Vanrcekt vor kom
út. Hún gerist í skóla nokkrum í Kaupmannahöfn og lýsir hópi drengja frá því
að þeir hefja nám í skólanum og þar til þeir taka stúdentspróf. Tuttugu og fimm
árum eftir prófið hittast þeir aftur í stúdentafagnaði. Skólagöngu þeirra er lýst
sem kvöl, daglegri auðmýkingu og skólalærdómnum sem tilgangslausum og úr
tengslum við umheiminn. Kennararnir notfæra sér vald sitt og hafa allnokkra
nautn af að beita því, þroskaár nemendanna — „vor“ þeirra — eru eyðilögð af
fullorðnum kúgurum. En í stúdentafagnaðinum er allt gleymt og grafið. Með
einstaka undantekningum hafa stúdentarnir hafnað í trúnaðarstöðum sem þeir
gegna með valdsmennsku: yfirlæknir, lögreglustjóri, prestur o.s.frv. Það vega-
nesti sem þeir hafa tekið með sér frá skólaárunum er ekki minningin um margra
ára leiðindi heldur bjartar endurminningar um góða gamla skólann og hina
hefðbundnu menntun sem enginn getur án verið. Væmnasti ræðumaður
veislunnar, presturinn, lýkur lofgjörð sinni um skólann og æskuna með þessum
orðum:
„— Ó gætum við aðeins endurlifað þessa daga! Gætum við aðeins brotið lögmál
náttúrunnar! — Gætum við aðeins fært hina stóru heimsklukk'u afturábak!
Gætum við aðeins snúið tímans rás! Gætum við aðeins grátbænt alheiminn: Gef
oss bernskuna aftur! Leið oss aftur til hamingjulands bernskunnar!“ (bls. 48).
Þessi bón rætist strax í næsta kafla sem Scherfig hefur með orðunum
„Vekjaraklukka hringir úti í myrkrinu“ (bls. 49). Bygging skáldsögunnar
ákvarðast af þessum skiptum milli fortíðar og nútíðar. I fyrsta hluta (3 kaflar) er
sagt frá því hvernig latínukennari nokkur lést „fyrir allmörgum árum“ eftir að
hafa borðað brjóstsykur. í öðrum hluta (11 kaflar) kynnumst við velefnuðum
þjóðfélagsstólpum sem er lýst við vinnu sína og í stúdentafagnaðinum. Þriðji og
lengsti hluti sögunnar (37 kaflar) lýsir skólaárunum og þar með talið morðinu á
latínukennaranum. Að lokum komum við aftur að stúdentafagnaðinum í 52.
kafla. Þessi frásagnaraðferð, með snöggum skiptingum milli þess sem var og er,
er mjög áhrifarík því að höfundurinn notar hana til að afhjúpa sannleikann:
sannleikann um skólann, sannleikann um dauða latinukennarans.
Bókmenntaleg flokkun skáldsögunnar
Skáldsögunni má lýsa í tiltölulega stuttu máli út frá því hvaða frásagnarteg-
undum hún tilheyrir. í fyrsta lagi er hún hópsaga. Aðalpersónan er ekki ein-
477