Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 57
Eduard Goldstiicker Um Réttarhöld Kafka Þó að Franz Kafka hafi dæmt ófullgerða skáldsögu sína, Réttarhöldin, til að tortímast í logum er sú bók nú ein af þeim sjaldgæfu bókmenntaverkum þar sem fjölmargir lesendur hafa fundið krystallast innstu tilfinningar sínar, orð- lausan kvíða sinn, ósvaraðar spurningar sínar. Gerum stuttlega grein fyrir söguþræðinum: Þegar Jósep K., fulltrúi í stórum banka, vaknar á þrítugasta afmælisdegi sínum standa yfir honum tveir ókunnir menn, sem eru komnir inn í herbergi hans til að taka hann höndum. Hann er kvaddur fyrir dularfullan dómstól að svara til óþekktra saka. Réttarhöldin hefjast. En þar sem hinum handtekna leyfist að fara frjáls ferða sinna og hann getur haldið áfram að lifa með viðteknum hætti er honum skapi næst, þegar hann hefur jafnað sig, að gefa lítinn gaum að atburðum þessa morguns. Honum er efst í huga að uppræta þau óþægilegu viðbrögð sem þeir hafa vakið hjá húsmóður hans og Fráulein Biirstner, leigjandanum í næsta herbergi. Að öðru leyti reynir hann — að vísu árangurslaust — að slá striki yfir þetta mál. Þegar hann fær boð símleiðis um að koma fyrir rétt í húsi einu við honum óþekkta götu í úthverfi leggur hann af stað með þann einlæga ásetning að vísa öllum ásökunum til föðurhúsanna og ljúka málinu í eitt skipti fyrir öll. En hann getur ekki varpað frá sér hugsuninni um réttarhöldin. Þvert á móti leita þau stanslaust á huga hans. Leið hans liggur inn í þröngt, loftlaust völundarhús dómstólanna uppi á hanabjálkalofti í hrörlegum leiguhjalli. Þar er hann umlukinn hrollvekjandi og mannheldu skrifstofubákni oggefst ekki færi að líta nema neðstu þrep þess. I þessu kerfi eru allir hlutir gaumgæfilega skráðir og skjalfestir en engu að síður er það rotið, grimmilegt og svikult og þar lýkur „málum“ ekki fyrr en með dauða sakborningsins. Sífellt kemst fleira fólk á snoðir um réttarhöldin. Frændi ofan úr sveit óttast að ættin verði fyrir hneisu og fer með Jósep K. til Hulds málafærslumanns. Varabankastjórinn vísar honum á málarann Titorelli. Og ítalskur starfsfélagi skýtur upp kollinum í því skyni að fá Jósep K. með sér til dómkirkjunnar, þar sem hann talar við fangelsisprestinn. Réttarhöldin, sem hann gaf upphaflega lítinn gaum, leggja nú undir sig sífellt meira af tíma og kröftum Jóseps K. 431
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.