Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 15
Silkiverkafólk
losa sig undan hjónabandsskyldum með mútum, en þessar konur hefðu
þau að engu.
„Þær eru of ríkar — þar liggur hundurinn grafmn!“ sagði þessi ungi
fylgdarmaður minn í armæðutón. „Þær vinna sér inn allt upp í ellefu dali
á mánuði og af þessu verða þær drambsamar og skeytingarlausar.“ Hann
bætti því við að þær héldu líka uppi foreldrum sínum, systkinum, öfum
og ömmum á þessum peningum. „Þær sóa þessum peningum í alls kyns
óþarfa,“ hrópaði hann æstur. „Ég hef aldrei farið í kvikmyndahús án þess
að sjá þær sitja þar saman í hópum og haldast í hendur.“
Hann fullyrti að kommúnistasellur og verkalýðsfélög hefðu starfað í
spunastöðvunum fram til 1927, þegar slíkt var bannað, og nú færu þessar
fyrirlitlegu stúlkur í kringum lögin með því að mynda leynileg „systra-
félög“. Þær hefðu jafnvel gerst svo djarfar að gera verkföll og krefjast
styttri vinnutíma og hærri launa. Oft kæmi það fyrir að tvær eða þrjár
stúlkur styttu sér aldur saman vegna þess að fjölskyldur þeirra vildu neyða
þær til að giftast.
Vikum saman ferðuðumst við fylgdarmaður minn fótgangandi eða á
smábátum milli þorpa og markaðsbæja. Grimmir sólargeislarnir dundu á
okkur þangað til fötin loddu við líkamann eins og gúmmíhanskar og
svitinn gegnvætti hattbönd og skó. Á næturnar gistum við í þorpskrám
eða settum upp hengirúm undir flugnanetum í fjölskylduhofum. Á
öllum vegum og stígum var sægur af hálfnöktum bændum sem roguðust
með stórar bambusstengur sem gríðarstórar körfur af púpum voru festar
á. Stækjuna af púpunum lagði um alla markaðsbæina og haugar af
óunnu silki fylltu allar vöruskemmur. Hvert þorp var lítið annað en raðir
af bökkum þar sem silkiormarnir nærðust og var gætt jafnt á nóttu sem
degi af horuðum og tærðum bændum, nöktum að beltisstað.
Fylgdarmaður minn túlkaði fyrir mig þegar ég fór að spyrja þessa
bændur um lifnaðarhætti þeirra, fyrst var hann undrandi en smám saman
varð hann áhugasamur sjálfur. Heimili þeirra voru óþiljaðir timburkofar
með moldargólfum, rúmið var viðarplata, þakin gamalli ábreiðu og
kringum hana var baðmullardúkur sem var einu sinni hvítur og gegndi
hlutverki flugnanets. Yfirleitt var þar lítið eldstæði úr leir með einum eða
389