Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 106
Tímarit Máls og menningar þeir öðlast völd til að ákvarða tilveru annarra, en skólaganga og frami hefur kostað þá frelsið. Scherfig sýnir hvernig kúgunin á sér stað í skólanum með langri röð af smá atburðum úr hversdagslífinu. Námsefnið sem nemendurnir tileinka sér er úrelt ogán samhengis við líf þeirra. Ef þeir svo mikið sem opna munninn án þess að hafa fengið skipun um það eða ef þeir dirfast að hugsa sjálfstæða hugsun þagga kennararnir niður í þeim með harðri hendi. Einn nemandinn sem hefur lifandi áhuga á náttúrufræði, svo lifandi að hann veit jafn mikið og kennarinn, verður að láta sér lynda lægstu einkunn, því hann þekkir ekki takmörk sín. Kennararnir nota aga og einkunnagjöf til að svínbeygja einstaka nemendur og brjóta niður alla samstöðu innan bekkjarins. Gamla linditréð í skólaportinu er aðaltákn bókarinnar fyrir eyðileggingu skólans á einstaklingseðli nemendanna: — I miðju skólaportinu stendur gamalt holufyllt linditré með bekk utan um sig. I áraraðir hefur það verið lofsungið af hverjum dönskukennaranum á fætur öðrum og gömlum lærisveinum með ljóðræna hæfileika. Og það á lofgjörðina skilið þvi það sætir undrum að það skuli hafa tórt og fundið næringu í súrri moldinni undir malbikuðu skólaportinu. (58—59) Gamla holufyllta linditréð er tekið að laufgast á ný. Nægjusamt og hógvært stendur það og sýgur næringu úr súrum jarðveginum undir malbikinu og ef til vill gæti það alls ekki lifað ef það væri flutt yfir í góða mold (168). I seinni tilvitnuninni er bent á höfuðvandamálið í þróunarsögu Teodórs Amsted: að hinn kúgaði geti orðið svo kúgaður og framandi sjálfum sér að hann taki sviptingu sjálfsforræðis fram yfir frelsi. Auk kúgunar einstaklingsins inniheldur lýsingin á skólanum annað atriði sem virðist vega upp á móti henni: samkeppnina. Að vísu hafa nemendurnir sem hópurengin áhrif á stöðu sína, en í samkeppninni um hylli kennaranna og efsta sætið í bekknum hefur hver einstakur möguleika á að hefja sig upp yfir kúgunina. Samkeppnin virðist vega upp á móti kúguninni, en það er blekking því innbyrðis samkeppni nemendanna er, þegar grannt er skoðað, aðferð skóla- kerfisins til að brjóta niður innbyrðis samstöðu þeirra. Grimmileg undirokun einstaklingsins þrífst þannig innan skólans í sambýli við samkeppni í anda frjálshyggju milli hinna undirokuðu. í skáldsögunni er líka tákn fyrir þennan þátt skólakerfisins, krítarhringur sem glaðbeittur leikfimiskennari teiknar á gólfið í salnum í síðasta tímanum fýrir jól. 480
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.