Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Síða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Síða 15
Silkiverkafólk losa sig undan hjónabandsskyldum með mútum, en þessar konur hefðu þau að engu. „Þær eru of ríkar — þar liggur hundurinn grafmn!“ sagði þessi ungi fylgdarmaður minn í armæðutón. „Þær vinna sér inn allt upp í ellefu dali á mánuði og af þessu verða þær drambsamar og skeytingarlausar.“ Hann bætti því við að þær héldu líka uppi foreldrum sínum, systkinum, öfum og ömmum á þessum peningum. „Þær sóa þessum peningum í alls kyns óþarfa,“ hrópaði hann æstur. „Ég hef aldrei farið í kvikmyndahús án þess að sjá þær sitja þar saman í hópum og haldast í hendur.“ Hann fullyrti að kommúnistasellur og verkalýðsfélög hefðu starfað í spunastöðvunum fram til 1927, þegar slíkt var bannað, og nú færu þessar fyrirlitlegu stúlkur í kringum lögin með því að mynda leynileg „systra- félög“. Þær hefðu jafnvel gerst svo djarfar að gera verkföll og krefjast styttri vinnutíma og hærri launa. Oft kæmi það fyrir að tvær eða þrjár stúlkur styttu sér aldur saman vegna þess að fjölskyldur þeirra vildu neyða þær til að giftast. Vikum saman ferðuðumst við fylgdarmaður minn fótgangandi eða á smábátum milli þorpa og markaðsbæja. Grimmir sólargeislarnir dundu á okkur þangað til fötin loddu við líkamann eins og gúmmíhanskar og svitinn gegnvætti hattbönd og skó. Á næturnar gistum við í þorpskrám eða settum upp hengirúm undir flugnanetum í fjölskylduhofum. Á öllum vegum og stígum var sægur af hálfnöktum bændum sem roguðust með stórar bambusstengur sem gríðarstórar körfur af púpum voru festar á. Stækjuna af púpunum lagði um alla markaðsbæina og haugar af óunnu silki fylltu allar vöruskemmur. Hvert þorp var lítið annað en raðir af bökkum þar sem silkiormarnir nærðust og var gætt jafnt á nóttu sem degi af horuðum og tærðum bændum, nöktum að beltisstað. Fylgdarmaður minn túlkaði fyrir mig þegar ég fór að spyrja þessa bændur um lifnaðarhætti þeirra, fyrst var hann undrandi en smám saman varð hann áhugasamur sjálfur. Heimili þeirra voru óþiljaðir timburkofar með moldargólfum, rúmið var viðarplata, þakin gamalli ábreiðu og kringum hana var baðmullardúkur sem var einu sinni hvítur og gegndi hlutverki flugnanets. Yfirleitt var þar lítið eldstæði úr leir með einum eða 389
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.