Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Síða 88
Tímarit Máls og menningar
Að morgni hins 9. desember árið 1874 klukkan 10 og hálf mátti heyra
bumbuslagara ganga um götur Reykjavíkur og auglýsa uppboð þá sam-
dægurs klukkan 11 á eftirlátnum munum Sigurðar Guðmundssonar
málara.
Uppboðið stendur til hádegis, hefst aftur klukkan fjögur og þar eru
seld 275 númer sem innihalda fyrrgreinda uppskrifaða muni og auk þess:
pils og skyrta, skór, 5 koffort, 2 stjakar, treyja og kventreyja, þrennir
sokkar, 2 treflar, 2 skýrtur, tvennar buxur, hattur, klútur og fleira rusl
sem bæst hefur við síðan lögreglumennirnir skrifuðu upp.
Matsverð þeirra muna sem skrifaðir voru upp reynist 83 ríkisdölum of
lágt. Þeir munir seljast á 300 ríkisdali rétt tæpa, viðbótin á tæpa 15
ríkisdali. Margt er áhugavert í uppboðsgögnunum. Koparstungumynd-
irnar reynast vera eftir Van Dyck og Rembrandt, þær seljast á rúman
ríkisdal hvor um sig. Aðra þeirra kaupir Landfógetinn en Böðvar Þor-
valdsson hina.
En það allt er of langt að telja hér.
Það líður enn ár þar til endanlega er gengið frá skiptum á veraldareig-
um þessa fyrsta atvinnulistamanns okkar á nútímavísu. Gögnin um þau
skipti færa okkur fleiri staðreyndir í mynd Sigurðar.
í skiptabók Reykjavíkur stendur:
Ár 1875 hinn 20. október var skiptaréttur Reykjavíkur kaupstaðar settur og
haldinn í skrifstofu bæjarfógeta af hinum reglulega skiptaráðanda, bæjarfógeta
L.G. Sveinbjörnsson með undirskrifuðum vottum. Var þá tekið til skipta bú
Sigurðar heitins málara Guðmundssonar, er andaðist 7. september 1874.
Erfingjar í búi þessu eru:
1. Steinunn Pétursdóttir á Hofstöðum, móðir hins látna
2. Pjetur prestur Guðmundsson í Grímsey
3. Gypt kona Rannveig Guðmundsdóttir á Ytri-Hofstöðum
4. Guðmundur Pétursson á Hofdölum, sonur Ingibjargar heit., alsystur hins
látna, myndugur.
Bú þetta var uppskrifað og virt hinn 8. sept. f.á. Uppskriftargjörðin leggst
fram svohljóðandi. Hinn 9- des. f.á. var mestallt búið selt á uppboði; en nokkra
muni sem ekki voru seldir tók stud. H. Briem og hafði hann til þess umboð af
hendi erfingjanna. Uppboðsgjörðin leggst einnig fram, og er hún svohljóðandi:
462