Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 5

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 5
Ádrepur Um þetta hefti Tímaritið er þessu sinni að hluta helgað Kína og þróun mála þar eftir dauða Maós formanns. Þar hefur orðið grundvallarstefnubreyting með undarlega skjótum hætti á síðustu missirum og sér ekki fyrir endann á. Meginuppistaða umfjöllunarinnar hér er að sjálfsögðu ritgerð Bettelheims sem okkur þykir ómetanlegur fengur að. í kjölfari hennar fljóta tvær vettvangslýsingar óskyldar og frá mjög mismunandi tímum, önnur löngu fyrir byltingu, hin rúmlega ársgömul. Þetta er fyrsta hefti Tímaritsins sem unnið er á filmusetningarvélum þar sem hin göfuga blýprentlist virðist vera að líða undir lok. Hvimleiðar prentvillur í síðasta hefti, sumar upp taldar í þessu, eru að hluta sprottnar af þessu millibils- ástandi, en óafsakanlegar samt. Þ.H. Magnús Kjartansson: Mannúð eða matarvon? Enginn staður á heimskringlunni hefur orðið að þola jafn ógnarlegar hremm- ingar og landsvæði i sunnanverðri Austurasíu sem lengi var kallað Indókína. Ibúarnir urðu að lúta grimmilegri franskri nýlendustjórn í næstum því heila öld en höfðu í lok síðustu heimsstyrjaldar leyst sig sjálfir og lýst yfir fullveldi. Vesturveldin og rússar tóku ekkert mark á þeirri atburðarás, heldur voru erlend hemámslið send inn í Indókína, fyrst bretar og kínverjar, síðar frakkar sem einsettu sér að endurheimta nýlenduvöld sín. Af innrás frakka hlaust ógnarleg styrjöld, þar sem einkanlega víetnamar börðust ógleymanlegri hetjubaráttu og gjörsigruðu nýlenduveldið við Díenbíenfú. Þá skarst mesta herveldi heims, Bandaríkin, í leikinn og ætlaði að sanna að tortímingartækni væri yfirsterkari öllum hugsjónum, fýrr skyldi Indókína gert óbyggilegt landsvæði en draumar um sjálfsákvörðunarrétt rættust. Brátt náði hildarleikurinn til alls Indókína. 1970 stofnuðu Bandaríkin leppstjórn í Kampútsíu og bar leppur þeirra nafnið 379
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.