Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Side 73

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Side 73
Jólasaga andinn vildi síður leigja yfir jólin, því fólk hefur fyrir sið að drekka úr sér sorgir á stórhátíðum. Slíkri hreinsun fylgir oft húsbrot. Tveir dagar voru til jóla og kvaðst ég eiga laust herbergi. A hótelinu voru gestkom- andi tveir grænlendingar. Þeir voru sjómenn. Annar virtist vera mállaus en hinn kunni hrafl í dönsku og brá tíðum fyrir sig óskiljanlegri þýsku; til frekari áherslu blandaði hann í hraflið einhverju sem hann kallaði ensku. Báðir voru grænlendingarnir jafnan drukknir. Sá sem kunni þrefalt hrafl hafði oft gist á hótelinu og jós yfir mig um nætur grænlenskum ljóðum, sem hann kvaðst hafa gleymt. Þegar daninn kom héngu eskimóarnir yfir mér i gestamóttökunni. Gesturinn var sterklegur maður og harður eins og þeir miðaldra danir sem störfuðu á Grænlandi og ég hafði oft kynnst á hótelinu. En hann var talsvert slitinn og taugarnar spenntar. Þetta var sú tegund karlmanna sem er ævinlega að „takast á við eitthvað“ og lýsti úr fasi hans friðleysi og atorka sem er sjaldnast dugnaður heldur öllu fremur einhver tegund andlegrar truflunar. Daninn skráði á gestakortið, dreif það af með pennanum, og eskimóinn fróði horfði á. Þegar daninn skrifaði að hann kæmi frá Grænlandi ljómaði eskimóinn og vildi faðma hann. Daninn brást ókvæða við vinahótin og hvæsti. Ég sussaði strax á manninn, en eski- móarnir þutu eins og skuggar með einkennilegum hljóðum upp stigann og hurfu á svipstundu. Gesturinn lagðist fram á borðið eins og sá sem formælir örlögum sínum og stundi upp afsökun. En ég þoli þá ekki, því miður, bætti hann við. Eg þoli ekki flaður. Fyrir löngu hafði ég sætt mig við að smekkur manna er misjafn og að engum er skylt að elska náungann eins og sjálfan sig, eða það að börn megi hafa andúð á foreldrum sínum og hugsunarhætti þeirra og að ekkert lögmál bindi foreldra til samstöðu með börnum sínum. Þetta sagði ég gestinum og gerði sem minnst úr atburðinum. En gesturinn hafði einhverja þörf fyrir að varpa ljósi á vanstillingu sína. Ég hlustaði áhugalaus. Áhugaleysið vakti játningarþörf mannsins. Oft hafði ég gegnt hlutverki sálusorgara á nóttunni, einkum hringdu ókunnugar konur og röktu raunir sínar í símtólið, meðan létt tónlist ómaði af plötu í fjarlægri stofu þar sem einmanaleiki ætlaði að drepa þær. Aldrei spurði ég 447
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.