Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 116

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 116
Tímarit Máls og menningar eina dæmi nægja til að tala um sérkenni með minni þjóð. En það er fleiru til að dreifa sam% eðlis. Skulu nú fram talin fleiri dæmi og síðan rætt nánar um samkenni þeirra. Lögtaka kristinnar trúar á alþingi er ekki eina trúarbragðaumbyltingin, sem fram hefur farið í sögu íslendinga. Með innrás nýs trúarafbrigðis á 16. öld gerðist pápiskan argasta villutrú, dýrlingum hennar var kastað út í hin ystu myrkur og styrjöld hafin gegn ákveðnum helgitáknum, sem nýjum sið þóknaðist að stimpla sem skurðgoð, er ekki ætti neinn rétt á sér. Við frekari þróun undir vængjum nýs siðar bar lítt á missætti við hina nýju strauma. Undir fána hins nýja siðar reis brátt ný menningaralda. Islenskar bókmenntir blómgast á ný. Þjóðin vann hvert bókmenntaafrekið af öðru. Hún eignast nýja testamentið á gullaldarmáli á sama tíma og nágrannaþjóðir okkar og frændur glata máli sínu meira og minna fyrir áhrif lágþýskunnar, sem flæddi yfir þær í kjölfar lúthersku siðaskiptanna. Guði til dýrðar gefur biskupinn á Hólum þjóð sinni heilaga ritningu í því formi, sem hæst hefur risið að glæsileika hér á landi til þessa dags. í kjölfar þessa sigla svo andans jöfrar allra alda hér á landi, þeir Hallgrímur Pétursson og Jón Vídalín. Allt gerist þetta samkvæmt góðri og gildri alþjóðlegri forskrift um það, þegar nýjar andlegar hreyfmgar ganga yfir og boða sálunum ný hjálpræði og afhjúpa falskenningar, sem menn höfðu áður hallað sér að. Með íslensku þjóðinni hafa ekki varðveist neinar sögur, sem benda til þess, að hún hafi liðið nokkrar teljandi þjáningar við að vera svipt sínum fornu hjálpar- hellum í stríði lífsins. En í sögu okkar vantar þó eitt, sem almennt gerist við sams konar aðstæður. Það er trúaðra manna háttur að meta að miklu brautryðjendur þeirrar trúar, sem þeir aðhyllast, spámennina, sem þrátt fyrir margháttaðar ofsóknir helguðu hinni nýju opinberun allt sitt líf og báru hana fram til sigurs þjóð sinni til guðlegrar blessunar um aldir fram. Slíkir trúboðar hafa verið teknir allt að því í guðatölu. Samtímis hafa andstæðingar þeirra verið stimplaðir sem fulltrúar myrkravald- anna í baráttunni miklu milli guðs og hans óvina. í sögu íslensku þjóðarinnar er svo bjart yfir lögtöku kristninnar árið 1000, að dýrðarljómanum vegna mála- lokanna er dreift til beggja handa. Daufastir eru þeir þó geislarnir, sem falla á þá frændurna Gissur hvíta og Hjalta Skeggjason, sem voru þó í broddi fylkingar og létu vígalegast sem boðberar hins hákristna Noregskonungs, sem hélt íslensku höfðingjasonunum sem gíslum fyrir framgangi sinna mála. Mestur ljóminn fellur á fulltrúa goðaveldisins, Þorgeir Ljósvetningagoða, og trúnaðarmann hinna kristnu, Hall á Síðu, sem framseldi umboð sitt í hendur hins fyrrnefnda, sem hann fól í hendur varðveislu friðar og einingar með þjóðinni. Þó bar enn 370
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.