Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Qupperneq 165

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Qupperneq 165
Umsagnir um bœkur Þessi felustíll virðist tengdur gamanmál- um þeirra Fjölnismanna sin á milli og er líklegt að hann hafi veriö farinn að mótast þegar á Bessastaðadögum þeirra. Svo mikið er vist að ósvikinn felustill er á fvrsta kvæðinu sem Hannes tekur til meðferðar, Galdraveidinni, sem ort er sumarið 1828. Segja má að kvæði þetta hafi verið með öllu óskiljanlegt þangað til Hannes sviptir nú af þvi hulunni og sýnir fram á að það er ort um hvarf ungs pilts úr nágrenni Jónasar. Orðasveimur komst á loft um að hann hefði verið myrtur. Jónas snýst i kvæðinu gegn þeim sem halda þessu á lofti, en siðar kom á daginn að orðasveimurinn átti við rök að styðjast. Ritgerðin nýtur sín hér vel í upphafi bókar, og gildir einu þótt kvæðið sem glímt er við sé í sjálfu sér ekki harla merkilegur skáldskapur. Sveitin þar sem Jónas var fæddur og uppalinn ummyndast fyrir augum okkar. Draumlyndur skáld- sveinn umvafmn móðurást gætandi fjár í sambýli við grös og fugla eignast and- stæðu sem varpar skugga á lif hans: Hrafnkels saga er allt í einu að hefjast í Öxnadal. Viðbrögð Jónasar eru eðlileg: hann neitar að trúa orðasveimi um voða- verkið, bindur vafalaust vonir við að pilturinn hafi strokið til fjarlægra héraða og muni brátt spvrjast til hans. Sérkenni- legast við þetta kvæði er hvernig þar fléttast saman hálfgerð einkaorðsending Jónasar til sveitunga og viðleitni til að heyja sér efnivið í fornum kveðskap, einkum eddukvæðum. Orð mér af orði orðs leitaði, kvað Óð- inn. Eitt af því sem einkennir bók Hannesar er skilningur hans á því hvernig eitt kvæði getur vaxið fram úr öðru, orðið til sem áframhald þess eða andsvar. Eins og Hannes segir sjálfur, er kvæðið Nðtt og morgunn ekki merkilegt en það gefur þvi óneitanlega mjög aukið vægi í kveðskap Jónasar þegar í ljós kemur að upp úr því eru vaxin tvö af merkari kvæðum hans, FjaUið Skjaldbreiður og Hulduljóð. Eins og síöar kemur tram í Kvæðafylgsnum þurfa slík textatengsl ekki að vera bundin við verk sama skálds. Heldur smámunasamar má kalla rit- gerðir Hannesar um söguna Hreiðarshól, um Óhræsið og e. t. v. líka greinina Höndin haga, en í þeirri siðustu bendir Hannes þó á og skýrir snjalla líkingu úr náttúrunni sem menn hafa ekki skilið rétt hingað til, og er sannarlega fengur að því. Ágæt er ritgerð um Efter Assemblén, kvæði ort á dönsku i Sórey. Kemur þar saman lærdómur, hugkvæmni og næm tilfmn- ing fý’rir merkingarblæbrigðurti kvæðis- ins. Með þessari ritgerð er Hannes kominn að tveimur síðustu æviárum Jónasar, sem eins og fyrr getur birta nýjar og óvæntar víddir í skáldskap hans. Ekki er þó hægt að segja að Hannes leggi af fullum þrótti til atlögu við þau kvæði sem eru merkastur vitnisburður um skáldlega hugsun og til- fmningu Jónasar á þessum árum. Hann finnur stað tveimur vísum sem Jónas hef- ur ort í minningu móður Gísla Thorar- ensen, útrýmir með skynsamlegum rök- um viðleitni fyrri manna til að finna beina fyrirmynd forsöngvarans Þorke/s þunná og kemur því kvæði fyrir á sinum stað í menningarsögunni. Loks setur hann ein- kennilegar hálfkæringsvísur Jónasar frá þessum árum í samband við bindindis- viðleitni vina hans, og eru þær skýringar hugkvæmar og sennilegar. 419
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.