Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Qupperneq 55

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Qupperneq 55
Krafa um afnám skóla — Abrar menntaleidir daglegri notkun, s. s. í verksmiðjum, á flugvöllum eða bóndabæjum — en höfð þar tiltæk fyrir nema sem gerast lærlingar eða kjósa frístundanám. I öðru lagi þarf kunnáttu- og þekkingarmiðlun þar sem fólk getur skráð kunnáttu sína og með hvers konar skilyrðum það vill miðla henni til annarra, sem vilja tileinka sér hana. Þar lætur það skrá heimilisfang sitt og síma ásamt heppilegum viðtalstíma. I þriðja lagi þarf að auðvelda samskiptamöguleika þannig að ungir sem gamlir geti skráð og fengið birt á viðeigandi stöðum hvers konar námi eða athugunum þeir vilja taka þátt í með öðrum þannig að áhugamenn um hin ólíkustu efni nái saman og geti hjálpast að. Loks þarf að mati Illich að gefa út lista eða skrár með heimilisfangi, símanúmeri og eigin upplýsingum kennara og kunnáttumanna sem vilja selja þjónustu sína. Jafnframt þurfa þeir að tilgreina með hvaða kjörum og skilyrðum þeir veita hana. Velja ætti nöfn í slíkar skrár með hliðsjón af mati fyrri nemenda slíks kunnáttufólks og með því að leita álits sem flestra er til þekkja. I kaflanum “Learning webs” í bók sinni, Deschooling Society greinir Illich síðan ítarlega frá hvernig hann telur að slíkt kerfi geti risið og starfað og leggur sig jafnframt fram um að benda á hvernig með því sé hægt að gefa kennurum, skólum og ýmsum stofnunum samfélagsins gagnlegra, skemmti- legra og þroskavænlegra hlutverk en þær hafa í núverandi skipan. Greining Illich á þessu efni og tillögurnar sem hann setur fram eru að mínum dómi svo skýrar og nákvæmar að fráleitt er að liggja honum á hálsi fyrir óljósa eða órökstudda framsetningu. Raunar tel ég vart hugsanlegt að komast miklu lengra í greiningu á ástandi og lýsingu á nýjum leiðum en lesa má í verkum Ivan Illich um það efni sem hér hefur verið drepið stuttlega á. Þeir sem ekki þykjast skilja hvað þeir, sem stefna að afnámi hefðbundinna skóla, eru að fara, eiga kost á enn ítarlegri og nákvæmari lýsingu en Illich hefur gefið á því sem getur tekið við. Hér á ég við bókina Instead of Education. Ways to help people do things hetter sem John Holt sendi frá sér árið 1976. Þar er m. a. að finna lýsingu á framkvæmd ýmissa hugmynda af svipuðum toga og Illich lýsir. Holt segir t.d. frá starfi í nágrenni við sig, í Beacon Hill Free School sem starfaði með námsflokkasniði þannig að hver sem vildi mátti bjóða þar námskeið í hverju sem var. Engra réttinda var krafist af „kennurunum" en ef nemendurnir hættu að sækja tíma þeirra var námskeiðið lagt niður. Ekkert námskeið var endurtekið nema það hefði verið vel sótt og um það beðið. Skólinn átti ekkert húsnæði en notaði ýmsa fundarsali og einkahúsnæði fyrir starfsemina. Gefin var stutt lýsing á viðfangsefnum hvers námskeiðs, hvort sem um reiðhjólaviðgerðir, ritleikni, nýjan skáldskap eða grundvallaratriði í örtölvutækni var að ræða. Fram- 405
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.