Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 56
Timarit Máls og menningar boðið mótaðist af óskum og áhugamálum ungra og gamalla í þessum landshluta. I bókinni segir einnig frá kunnáttu- og þekkingarmiðlun sem á þessum tíma var búið að koma upp í 40 bæjum og borgum með hliðsjón af þeim hugmyndum sem Illich hafði reifað. Starfi einnar þeirrar er lýst í smáatriðum. Fólk skrifar eða hringir 1) vilji það læra eitthvað eða kanna eitthvert mál 2) vilji það miðla kunnáttu eða þekkingu til annarra 3) vilji það komast í tengsl við fólk með svipuð áhugamál. Nafn, heimilisfang, sími, áhugasvið og óskir eru skráðar á spjald í spjaldskrá. Miðlunin, sem Holt lýsir, var reyndar í svo örum vexti að verið var að færa allt inn í tölvur. Hver og einn getur síðan fengið gegn vægu gjaldi þær upplýsingar sem hann vanhagar um: námsmöguleika, óskir um kennslu eða fólk til að hafa samband við vegna könnunar á einhverju máli eða til að sinna öðrum áhugamálum með. Notandinn hefur samband eftir því hvað honum líst best á. Holt vitnar í yfirlitsrit miðlunarinnar þar sem m. a. segir: „Þekkingar- miðlunin (The Learning Exchange) býður leiðir til að gera það sem þig langar, þar sem þú óskar, þegar þú vilt, eins lengi og þú vilt, með fólki sem þér líkar við.“ I ritinu voru skráð 450 áhugasvið. Hrifning John Holt leynir sér ekki: „Hvílíka auðlegð, krafta og hæfileika höfum við í samfélagi okkar — og hversu illa fá þeir notið sín eða nýtast öðrum.“ I umræddri bók fjallar Holt síðan ítarlega um ýmsa möguleika og aðstæður sem hægt er að nýta til menntunar og þroska í stað skóla: bókasöfn, þ. á m. bókabíla, íþróttahús, sundlaugar og ýmsar aðrar opinber- ar stofnanir. Hann fjallar einnig um kennslutæki, bendir t. d. á not sem hafa má af sérritum og handbókum — og hvernig hljómbönd má nýta til ýmiss konar miðlunar — ekki síst í dreifbýli. Hér er ekki tækifæri til að fara frekar út í þá sálma né rekja greiningu í umræddri bók á skólum og skólastarfi og áhrifum þess á nemendur. Hins vegar ætla ég að fara fáeinum orðum um störf John Holt síðustu árin, aðstoð hans við þá sem hafa kosið að hafa börn sín ekki í skóla og kenna þeim heima. Jobn Holt og heimakennsluhreyfingin Starf John Holt með heimakennsluhreyfingunni í Bandaríkjunum og fleiri enskumælandi löndum kippir að mínum dómi endanlega fótunum undan þeirri gagnrýni á afskólunarmenn að hugmyndir þeirra séu þokukenndar og óframkvæmanlegar. Hér er unnið áþreifanlegt starf og margt gefið út til að lýsa því. Að vísu er hreyfingin ekki fjölmenn en fylgi hennar vex jafnt og þétt. I fyrirlestri sem John Holt hélt um þetta efni í Kennaraháskólanum í maíbyrjun í fyrra áætlaði hann að 10—15000 fjölskyldur í Bandaríkjunum kenndu börnum sínum heima. En þó að áhuginn eigi eftir að vaxa áfram telur hann „afar ósennilegt að meira en 5% eða kannski 10% fjölskyldna í 406
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.