Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Page 63

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Page 63
Afskólun og heimakennsla í íslensku samhengi Þær hræringar í menntamálum sem orðið hafa hér á landi falla flestar undir fyrsta flokkinn — umbætur. Varla er hægt að tala um kerfisbreyting- ar, — fremur er um að ræða tiltölulega smáar lagfæringar á skipulagi menntamála. Umfjöllun um afskólun og afneitun hefur einskorðast við þröngan hóp fólks og aldrei komist af umræðustigi. Ekki er hægt að segja að áköf skólamálaumræða fari fram í landinu. Gagnrýni á skóla og skólakerfið er ekki hvöss og henni er lítt fylgt eftir. Þetta bendir til þess að fólk sé al- mennt sátt við núverandi fyrirkomulag. Skólinn er stofnun sem þjóðfélagið ætlast til að fræði, ali upp, móti og annist gæslu barna og unglinga. Hann er verndaður af ríkjandi viðhorfum, venjum og þjóðfélagsgerð og verður ekki aflagður nema til komi meiriháttar breytingar á hugsunarhætti fólks. Svo virðist sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar telji skóla í núverandi mynd gegna mikilvægu hlutverki og að þeir þurfi að vera nokkurnveginn í takt við samtímann. Eru þá skólar óhjákvæmilega staðlaðir og staðnaðir? Ekki endilega. Þrátt fyrir allt hafa skólar nokkurt svigrúm til að fara nýjar leiðir og þeir geta jafnvel látið reyna á þanþol þjóðfélagsins. Þetta má skýra með eftirfarandi líkani. Rammi, þ. e. lög, reglur, hefðir, viðhorf, o. s. frv. sem setur starf- semi skóla mörk. Skólastarf, námsefni og kennslu- aðferðir eru innan viðurkenndra marka. Svigrúm sem skólar nýta yfirleitt ekki til fulls. Þanþol, þ. e. hversu langt út fyrir viðurkennd mörk skólum leyfist að fara. Afskólun, heimakennsla og aðrar hugmyndir, sem falla utan rammanna að öllu eða verulegu leyti, reyna á þanþolið. Líklega er þanþolið lítið á Islandi enda má segja að sá rammi sem t. d. grunnskólalög og námskrár setja um skóla og skólastarf sé svo rúmur að svigrúm sé fyrir mismunandi skólagerðir og mismunandi skólastarf. Hins vegar gefa lögin sáralitla mögu- leika á því að fara útfyrir þessa víðu ramma. Grunnskólalögin kveða mjög rækilega á um skólaskyldu barna og ung- linga á aldrinum 7 til 16 ára (sbr. 1. gr.). Foreldrar og forráðamenn bera ábyrgð á því að innrita skólaskyld börn í skóla og þeir skulu sjá um að börn sæki skóla (6. gr.). Verði misbrestur á innritun og skólasókn má vísa málum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.