Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Qupperneq 67
Kristján Arnason
Hnattferð með Helga
Um Ijóðaþýðingar Helga Hálfdanarsonar
Það ætti ekki að þurfa að lýsa því með mörgum orðum hve sú nýja
útgáfa á ljóðaþýðingum eftir Helga Hálfdanarson, sem kom út nú fyrir
jólin undir heitinu Erlend Ijóð frá liðnum tímum, er tímabær og kær-
komin, því bæði hafa fyrstu þýðingasöfn hans þrjú, Handan um höf
(1953), A hnotskógi (1955) og Undir haustfjöllum (1960), um langa hríð
verið ófáanleg, og eins hefur Helgi einnig bætt við allmörgum nýjum þýð-
ingum sem fæstar hafa komið fyrir almennings sjónir áður en þær birtast
hér í fyrsta skipti ásamt því sem áðurnefndar bækur höfðu að geyma.
Hér er því á ferðinni eins konar heildarsafn af ljóðaþýðingum eftir
Helga Hálfdanarson, ef frá eru taldar þýðingar hans á kínverskum og
japönskum ljóðum sem komu út nýlega (1973 og 1976), og má nú glöggt
sjá í einni bók hve víða Helgi hefur leitað fanga, þannig að lestur hennar
verður einna líkastur hnattferð um heim ljóðlistarinnar sem í landfræði-
legum skilningi nær frá Færeyjum til Indíalanda og sögulega séð frá
sjöttu öld fyrir Krists burð til okkar aldar. Og þar sem Helgi hefur
yfirleitt ekki ráðizt á garðinn þar sem hann er lægstur, er hér einnig um
að ræða úrval úr mörgu því bezta sem ort hefur verið á jarðkringlunni.
Þetta er því með allra eigulegustu bókum sem ekki einungis gleður þá
sem eru ljóðavinir fyrir heldur er og fallin til að glæða áhuga manna á
ljóðlistinni og beina sjónum þeirra út fyrir landsteina vora, út í hinn
stóra heim. Og þetta er engin jólabók af því tagi sem menn gleypa í sig
en láta síðan rykfalla uppi í hillu sinni, þegar hennar tími er úti, heldur
bók sem gott er að hafa frammi við og menn eru vísir til að grípa niður í
aftur og aftur á kyrrlátum stundum — hvenær sem þær nú renna upp.
Það er vissulega óvenjulegt að svo víða sé seilzt til þýðinga sem Helgi
gerir, því beinna liggur við fyrir þýðendur yfirleitt að beina kröftum
sínum að takmarkaðra sviði höfunda, tímabila eða þjóðtungna, og þá því
sviði sem þeim er sérstaklega hugstætt eða þeir eru einkar vel heima á.
Einhver kynni því að vilja líkja Helga við hunangsflugu sem flögrar frá
417