Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Page 72

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Page 72
Tímarit Máls og menningar How with this rage shall beauty hold a plea, Whose action is no stronger than a flower? Hjá Helga tekur þetta blóm á sig talsvert aðra mynd: Hve mætti viðnám veita fegurð tær sem vígi hlóð úr skýjum sólarlags? Hér hleður Helgi hvorki meira né minna en heilt vígi úr „skýjum sólarlags“ í stað blómsins og má það í senn kallast róttæk og skáldleg breyting sem gerir línuna allmiklu íburðarmeiri en um leið loftkenndari, þótt meginhugsunin í þeim raskist ekki. Rétt aðeins kemur fyrir að það halli fullmikið í einstökum línum á meginhugsunina gagn- vart myndmáli, svo sem þegar hinar fleygu línur: So long as man can breathe, or eyes can see, So long lives this, and this gives life to thee. eru þýddar og meðan andar líf og sjónin sér þar sífellt ljómar fjör í augum þér. en þá verður þetta áherzlulausa „þar“, sem stendur á undan höfuðstafn- um, talsvert útundan við hliðina á hinu tvítekna „this“ á enskunni þar sem átt er við skáldskapinn sem lífgjafa eða einhvers konar reisupassa til ódauðleikans, en síðasta línan verður hins vegar þeim mun mynd- rænni hjá Helga fyrir vikið. Þessi dæmi um frávik eru síður en svo tilfærð hér í því skyni að heimfæra upp á Helga formúluna traduttore traditore heldur til að minna á að trúmennska sú sem þýðanda þarf að prýða er trúmennska við andann en ekki bókstafinn, og krefst því af honum hugkvæmni engu síður en nákvæmni. Það er ekki laust við að þau skáld á enska tungu sem í bókinni fylgja á hæla meistarans frá Stratford falli nokkuð í skuggann fyrir trölli því og það jafnvel þótt þeir heiti Milton eða Pope. En um átjánhundruð eða á þeim tíma sem kenndur er við rómantík er gífurleg gróska í enskri ljóðlist. Þá koma fram mörg og sundurleit skáld og sum hafa verið auðkennd með nafngiftinni „vatnaskáldin". Af kveðskap flestra þessara skálda fáum við í bókinni vel valin sýnishorn, en þar ber hæst Words- 422
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.