Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 73
Hnattferð með Helga
worth og Keats vegna hins klassíska yfirbragðs, fágunar og ögunar, sem
prýða þá umfram aðra, og það er einmitt í viðureign við slík skáld sem
þýðingarlist Helga nýtur sín bezt. I þeim kafla bókarinnar sem merktur er
„Frá Englandi“ — en sú merking er alls ekki sanngjörn né viðurkvæmileg
gagnvart Skotunum Robert Burns og Walter Scott hvað þá Iranum
W. B. Yeats sem undir henni verða að dúsa, og hefði auðvitað verið nær
að skrifa þar „Frá Bretlandseyjum" — þar rekur lestina T. S. nokkur
Eliot, sem sker sig talsvert úr og raunar í bókinni allri, þar eð kvæði hans
eru þau einu þar sem vart verður við anda módernisma að einhverju
marki. Raunar hefði verið æskilegra að halda tímaröðinni á kvæðum
Eliots, svo lesendur mættu marka þar ákveðna þróun, og hafa a. m. k.
Orninn svífur síðast þar sem þar hafa orðið nokkur sinnaskipti og
tónskipti hjá skáldinu:
Hringrás himintunglanna um tuttugu aldir
Ber oss fjær Guði og nær duftinu.
Ut af fyrir sig er einnig vafamál hvort Eliot eigi heima undir fyrir-
sögninni „Frá Englandi", þar sem hann er Bandaríkjamaður að fæðingu
og það þótt hann sjálfur hafi kannski gert sér far um að verða brezkari en
allt brezkt. Hann hefði því vísast átt betur heima undir yfirskriftinni
Norður-Ameríka eða „Norður-Amiríka" eins og Helgi vill stafsetja það
(eftir hvers framburði veit ég ekki), því sá ferski kraftur sem Eliot kemur
í skáldskapnum er ugglaust meira ættaður frá víðáttum Vesturheims en
frá hinu gamalgróna Albíon og Eliot myndar raunar ásamt þeim Walt
Whitman og Ezra Loomis Pound einskonar skáldaþrístirni þeirrar álfu,
en sá síðastnefndi, Pound (sem hafnaði bandarísku þjóðerni ekki síður
en Eliot en viðurkennir þó skyldleika sinn við Whitman) má raunar
teljast lærifaðir Eliots í listinni, il miglior fabbro eins og lærisveinninn
nefndi hann réttilega, og vann það meðal annars sér til ágætis og okkur
til gagns að stytta „The Waste Land“ um helming. Þessir þrír grallarar
eru allir vel kynntir í bók Helga, og fer Helgi auðvitað létt með það að
íslenzka hin galopnu ljóð Whitmans, og eins kemur mætavel yfir sið-
menningarþreyttur fýlutónn Eliots og ekki síður hið hárbeitta háð
Pounds í skopljóðum hans, sem að vísu eru ekki nema ein hliðin á
skáldskap þessa marghamasta og frjóasta ljóðskálds þessarar aldar. En
rúsínan í pylsuendanum í „Amiríku“-þætti Helga eru þó vísur sem
bera yfirskriftina Ljób handa betrafólki og eru sagðar eftir „ókunna höf-
unda“ en þýðandinn hlýtur að eiga bróðurpartinn í.
423