Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Síða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Síða 89
Umsagnir um bækur LJÓÐVEGAGERÐ Þú rífur dagatalið og kaupfélagið en þú nemur aldrei brott máir aldrei burt dag setningar sem líf þitt hefur sagt Svo kveður Sigurður Pálsson í einu ljóði nýjustu bókar sinnar Ljóð vega gerð (Iðunn, 1982), og einmitt þessi hugsun setur sterkan svip á flest ljóðin í bókinni. Fortíðin, sá tími sem við höfum einu sinni upplifað, fylgir okkur sífellt, mót- ast og tekur á sig nýjar myndir í fórum okkar. Það er því engin tilviljun að a. m. k. þrír ljóðabálkar byggjast upp á ein- hvers konar endurminningu. „Segðu mér að norð-austan“ eru bernskumynd- ir úr Axarfirði; í „Segðu mér að sunnan“ hefur skáldið þokað sér í suðrænna um- hverfi og „Hafið bláa miðjarðar“ segir tíðindi úr Miðjarðarhafsför höfundar. Nátengdar hinu mikla rúmi sem for- tíðin skipar í bókinni eru vangaveltur um tímann, sem kannski mætti orða á þessa leið: Hversu bundinn er maðurinn nútíðinni og hve mikill hluti hennar er undirlagður af fortíð og framtíð? Spurn- ingar af þessu tagi eru vitanlega ekki nýjar af nálinni og hafa jafnan verið áleitnar skáldum. Eitt eftirminnilegasta dæmið úr íslenskri bókmenntasögu er úr „Hel“ Sigurðar Nordal: Á æskuárunum ræður framtíðin og vonirnar skugganum, á efri árum fortíðin og minningarnar. En milli æsku og elli ætti að vera skeið, sem maðurinn á nútíðina. Hafa ekki draumar mínir lifað of lengi, minn- ingarnar byrjað of snemma? Hefur ekki líðandi stundin venjulega verið orpin tvöföldum skugga? (Hel, 1919 bls. 136) Þótt vangaveltur um líf og tíma séu gegnumgangandi nær alla Ljóð vega gerð, er „Hótel vonarinnar“ sá kafli sem Sigurður tekur einna markvissast á þessu efni. Þar tekst honum að mola niður varnarmúra rúms og tíma með því að tefla fram frelsi hugans til orð- og hug- smíða. Eftir það niðurbrot er allt mögu- Iegt í ljóðheimi Sigurðar og hann leikur sér að margvíslegum hugsýnum og stillir þeim upp andspænis veruleikanum. Það segir ýmislegt um myndsýn skáldsins að hann tengir iðulega slíkt uppbrot veru- leikans umskiptum dags og nætur, hinni eilífu baráttu ljóss og skugga sem hann ljær oft víðari skírskotun í átt til mannheima. Hins vegar er það hvergi einhlítt hvort er öðru betra. Þetta sést t. d. í ljóðinu „Hótel vonarinnar VI“. Nóttinni fylgir takmarkalaust frelsi til andlegra hugsmíða, hún hleypir upp og glæðir hugsanaeldinn en snýst í lokin í hálfgerða martröð. Þrátt fyrir allan at- gang næturinnar er veruleikinn sem við tekur heldur ekki af hinu algóða, frelsið er á enda: 439
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.